Fara í innihald

María Magdalena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magdalena penitente eftir Domenico Tintoretto.

María Magdalena var kona af gyðingaættum sem var einn af stuðningsmönnum Jesú Krists samkvæmt nýja testamentinu. Sagt er að hún hafi verið vitni að krossfestingu og upprisu Jesú.[1] Í guðspjöllunum fjórum er hún nefnd á nafn a.m.k. tólf sinnum,[2] oftar en flestir lærisveinar Jesú.

Lúkasarguðspjall greinir frá því að sjö illir andar hafi verið reknir úr Maríu Magdalenu og viðbætir við Markúsarguðspjall tilgreinir að Jesús hafi rekið burt þessa sjö anda. María er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í frásögninni af krossfestingu Jesú. Í öllum fjórum guðspjöllum er hún, ýmist ein síns liðs eða í hópi kvenna, sögð hafa verið vitni að tómri gröf Jesú, sem er mikilvægt atriði í frásögnum af upprisunni. Hún var viðstödd tveimur dögum síðar, strax eftir hvíldardaginn, og á samkvæmt öllum fjórum guðspjöllunum að hafa verið fyrst manna til að greina frá upprisu Jesú.[3] Hún er þá talin fyrsta manneskjan sem sá Jesús eftir upprisuna.

Ýmsar hugmyndir um hlutverk Maríu umfram það sem tilgreint er í guðspjöllunum hafa farið á kreik í gegnum aldirnar og er hún gjarnan talin helst meðal þeirra kvenna sem studdu Jesús.[1][4]

María Magdalena er talinn til dýrlinga í kaþólsku kirkjunni, rétttrúnaðarkirkjunni, ensku biskupakirkjunni og lútersku kirkjunni og dýrlingadagur hennar er 22. júlí. Aðrar mótmælendakirkjur heiðra hana sem hetju trúarinnar. Í rétttrúnaðarkirkjunni er hún einnig heiðruð á sunnudegi myrruberanna. Á miðöldum var gjarnan litið á Maríu Magdalenu sem vændiskonu eða lauslætiskonu sem hefði iðrast synda sinna.[5] Á þetta er ekki sérstaklega minnst í neinum guðspjallanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 "Mary Magdalene, the clichés". BBC, Religions, 2011-07-20.
  2. „Lyons, Eric. "The Real Mary Magdalene". Apologetics Press“. Apologeticspress.org. Sótt 7. maí 2013.
  3. Thompson, Mary R. Mary of Magdala, Apostle and Leader. New York: Paulist Press, 1995.
  4. Pseudo-Hippolytus, On the Seventy Apostles, for example, disguishes "Mark the Evangelist, Bishop of Alexandria" from "Mark cousin of Barnabas, Bishop of Apollonia" and from "Mark, who is also John, Bishop of Bibloupolis".
  5. Meyers, Carol, ritstjóri (2000). „Named Women: Mary 3 (Magdalene)“. Women in Scripture. Boston: Houghton Mifflin Co. bls. 122.