Mansjúríuþinur
Abies nephrolepis | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tré í Morton Arboretum[1]
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies nephrolepis (Trautv. ex Maxim.) Maxim. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Pinus nephrolepis (Trautv. ex Maxim.) Voss |
Mansjúríuþinur (Abies nephrolepis) er tegund af þini upprunnin frá norðaustur Kína (Hebei, Heilongjiang, Jilin, Liaoning, Shaanxi), Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og suðausturhluta Rússlands (Amúrfylki, Hebreska sjálfstjórnarfylkinu, Prímorju og Suður-Kabarovskfylki).[3][4]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er meðalstórt sígrænt tré, að 30 metra hátt með stofnþvermál að 1.2 metra og mjóa keilulaga til súlulaga krónu. Börkurinn er grábrúnn, sléttur á yngri trjám, sprunginn á eldri trjám. Barrið er flatt, nállaga, 10 til 30mm langt og 1.5 til 2mm breitt, grænt að ofan, og með tvemur dauf grænhvítar loftaugarákum að neðan; þær raðast í spíral eftir sprotanum, en eru undnar neðst til að standa flatt út til hvorrar hliðar á sprotanum og fram með toppinum. Könglarnir eru 4.5 til 7 sm (sjaldan til 9.5 sm) langir og 2 til 3 sm breiðir, grænir eða fjólulitir óþroskaðir en fullþroska grábrúnir, og oft mjög kvoðukenndir; endarnir á stoðblöðunum eru lítið eitt útistandandi á milli köngulskeljanna. Hver köngulskel ber tvö vængjuð fræ, sem losna þegar köngullinn sundrast við þroska að hausti.[3][4]
Flokkunarfræði
[breyta | breyta frumkóða]Hann er náskyldur Abies sachalinensis, Abies koreana, Abies veitchii, og Abies sibirica, sem taka við honum í austri, suðri, suðaustri og vestri (í sömu röð). Útbreiðslusvæðið ligur að svæði A. sibirica og blendingar myndast þar sem svæði þeirra skarast; blendingarnir nefnast Abies × sibirico-nephrolepis Taken. & J.J.Chien.[3]
Viðurinn af þessu tré var notaður í framleiðslu á pappamassa á meðan á hernámi Japana á Kóreu stóð (1910 til 1945).[5]
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Cirrus Digital Manchurian Fir
- ↑ Zhang, D; Katsuki, T. & Rushforth, K. (2013). "Abies nephrolepis". The IUCN Red List of Threatened Species. 2013: e.T42292A76095986. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42292A76095986.en.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
- ↑ 4,0 4,1 Flora of China: Abies nephrolepis
- ↑ Uyeda, Y.; Morita, T. (20. júlí 1928). „RESEARCHES ON WOOD CHEMISTRY. 4. ON THE CHEMICAL COMPOSITIONS OF PULP WOODS OF NORTH KOREA“. Sen-iso Kogyo. THE CELLULOSE INSTITUTE, Tokyo, Japan. 4 (9): 27. doi:10.2115/fiber1925.4.en27.