London Aquatics Centre
Útlit
London Aquatics Centre er sundhöll með tveimur 50 metra sundlaugum og einni 25 metra dýfingalaug. Sundhöllin er staðsett í Ólympíugarðinum í Stratford í London. Hún var reist fyrir Sumarólympíuleikana 2012 og var opnuð í júlí 2011. Hönnuður var írask-breski arkitektinn Zaha Hadid. Sundhöllin er hönnuð með tveimur tímabundnum hliðarvængjum sem verða fjarlægðir eftir leikana. Þannig mun sundhöllin geta tekið 17.500 í sæti meðan á leikunum stendur en 2.500 eftir leikana.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist London Aquatics Centre.