Langbylgjustöðin á Gufuskálum
64°54′25″N 23°55′19″V / 64.90694°N 23.92194°V
Langbylgjustöðin á Gufuskálum er 412 metra hátt, vírstyrkt útvarpsmastur, sem var síðasti langbylgjusendir Ríkisútvarpsins (eftir að mastur langbylgjustöðvarinnar á Eiðum var fellt árið 2023). Sendirinn var 300 kW og sendi út á 189 kHz. Mastrið var hæsta mannvirki heims utan Bandaríkjanna á árunum 1963-67 og er hæsta mannvirki á landi í Evrópu að undanskildu Rússlandi en var einnig hæsta mannvirki bæði á landi og sjó 1963-74 og 1991-95. Það var reist árið 1963 fyrir LORAN-C staðsetningarkerfi Breta og Bandaríkjamanna en var breytt til að hýsa langbylgjusendi RÚV árið 1997. Tilkynnt var 17. október 2024 að búið væri að slökkva á langbylgjusendingum frá Gufuskálum (og þar með öllum útsendingum RÚV á langbylgju) fyrir fullt og allt.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Um langbylgjusendingar RÚV á Ruv.is
- Frétt frá 1963 um hæsta mannvirki í Evrópu Geymt 24 nóvember 2005 í Wayback Machine
- Myndir
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Margrét Magnúsdóttir (17. október 2024). „Tilkynning um lokun langbylgju“. ruv.is.