Fara í innihald

Lamberto Dini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lamberto Dini (fyrir miðri mynd).

Lamberto Dini (f. 1. mars 1931) er ítalskur stjórnmálamaður, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu 1995 til 1996 og utanríkisráðherra frá 1996 til 2001. Hann lærði hagfræði og varð 1979 seðlabankastjóri hjá Banca d'Italia sem þá var seðlabanki Ítalíu. Hann gegndi því starfi til 1994 þegar hann hóf þátttöku í stjórnmálum í fyrstu ríkisstjórn Berlusconis, en eftir fall hennar 1995 fékk hann það verkefni að mynda tæknilega utanþingsstjórn. Sú stjórn naut aðeins stuðnings vinstri-miðjuflokka á þingi þá fjóra mánuði sem hún var við völd, en hægriflokkarnir undir forystu Berlusconis voru í stjórnarandstöðu. Í kosningunum 1996 bauð Dini sig fram með sér lista með Ólífubandalagi Prodis.


Fyrirrennari:
Silvio Berlusconi
Forsætisráðherra Ítalíu
(1995 – 1996)
Eftirmaður:
Romano Prodi