Fara í innihald

Lífbæting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skálin til hægri inniheldur gullin hrísgrjón (e. Golden Rice) en þau hrísgrjón eru lífbætt með því að nota erfðatækni. Hinn gullni litur hrísgrjónanna kemur vegna þess að þau innihalda aukið magn af beta-karótíni.

Lífbæting er sú hugmynd að rækta uppskeru sem hefur aukið næringargildi. Það er hægt að gera annað hvort með hefðbundnum jurtakynbótum eða með því að erfðabreyta matvælum. Lífbæting er öðru vísi en að bæta næringarefnum í matvæli þegar á vinnslu stendur því næringarefni aukast í jurtinni á vaxtartíma.