Fara í innihald

Klórflúorkolefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Klórflúorkolefni er stór hópur tilbúinna efna (skammstafað: CFC, úr ensku: chlorofluorocarbons). Þau eru hluti af halógenalkönum, sem tengdir eru klóri eða brómi. Dæmi um klórflúorkolefni er freon, sem notað var í miklu magni áður fyrr í kælitæki eins og til dæmis ísskápa. Talið er að freon sé helsta ástæðan fyrir þynningu ósonlagsins. Þessi efni hafa einnig verið notuð sem drifefni í innúðalyf fyrir astma og í ræstivörur.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.