Juniperus
Juniperus | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Juniperus osteosperma í Nevada, Bandaríkjunum
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
Sjá texta |
Einir (Juniperus) er ættkvísl barrtrjáa. [1] af Einisætt Cupressaceae. Á milli 50 til 67 tegundir eru taldar til ættkvíslinnar sem vex víða á norðurhveli, frá norðurheimskauti suður að frumskógum Afríku í Gamla heiminum, og til fjalla í Mið-Ameríku og Ziarat í Pakistan. Sá einiskógur sem vex hæst til fjalla er í 4,900 metrum í suðaustur Tíbet og norður Himalajafjöllum, og myndar eina hæstu trjálínu jarðar.[2]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Einitegundir eru breytilegar í stærð og lögun; frá stórum trjám 20–40m háum, til súlulaga eða jarðlægum runnum. Þær eru sígrænar með nállaga og/eða hreisturkennd blöð. Þær geta verið með einbýli eða tvíbýli. Köngulhreistrin eru samvaxin og kjötkennd. Slíkt aldin nefnist berköngull. Köngullinn/berið er 4–27mm langt, með 1–12 óvængjuð fræ. Á sumum tegundum eru þessi ber rauðbrún eða appelsínugul en á flestum eru þau blá; þau eru oft ilmrík og geta verið notuð sem krydd. Þroski fræsins er breytilegur eftir tegundum, frá 6 til 18 mánuðum eftir frjóvgun. Karlkyns könglarnir líkjast öðrum af Einisætt (Cupressaceae), með 6–20 hreisturflögur.
Margar einitegundir (t.d. J. chinensis, J. virginiana) hafa tvær gerðir blaða: smáplöntur og sumar greinar eldri trjáa hafa nállaga blöð 5–25mm langar; og blöðin á fullvöxnum plöntum eru (oftast) smá 2–4mm, hreisturlaga.
Á nokkrum tegundum (t.d. J. communis, J. squamata), öll blöðin eru af ungplöntu nálarformi, með engum hreisturlaga blöðum.
Nálarblöð einis eru hörð og beitt, sem gerir hann óþægilegan í meðförum. Þetta getur verið mikilvægt til greiningar á smáplöntum sem líkjast annars lífviði (Cupressus, Chamaecyparis) og öðrum skyldum tegundum.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Fjöldi tegunda er umdeildur, með tvær nýlegar rannsóknir sem gefa upp mismunandi heildartölu, Farjon (2001) viðurkennir 52 tegundir, og Adams (2004) 67 tegundir. Einiættkvíslinni er skift í nokkrar undirættkvíslir, þó (sérstaklega meðal hreisturlaufs tegundum) hvaða tegund telst til hvaða undirættkvíslar er enn óvíst, með rannsóknir enn í gangi. Undirættkvíslin Juniperus er augljós monophyletic hópur samt.[heimild vantar]
- Juniperus sect. Juniperus: Nálar laufs - einir. Fullorðinslaufin eru nálarlaga, þrjú saman, með liðamót neðst (sjá að neðan).
- Juniperus sect. Juniperus subsect. Juniperus: Könglar með 3 aðskildum fræjum; nálar með einni varaops gróp.
- Juniperus communis - Einir
- Juniperus communis subsp. alpina - Einir
- Juniperus conferta - (syn. J. rigida var. conferta)
- Juniperus rigida - Nálaeinir
- Juniperus communis - Einir
- Juniperus sect. Juniperus subsect. Oxycedrus: Könglar með 3 aðskildum fræjum; nálar með tvemur varaops grópum.
- Juniperus brevifolia - Azoreyja-einir
- Juniperus cedrus - Kanaríeyja-einir
- Juniperus deltoides - (syn. J. oxycedrus subsp. deltoides)
- Juniperus formosana -
- Juniperus lutchuensis -
- Juniperus navicularis - (syn. J. oxycedrus subsp. transtagana)
- Juniperus oxycedrus -
- Juniperus macrocarpa (J. oxycedrus subsp. macrocarpa) -
- Juniperus sect. Juniperus subsect. Caryocedrus: Könglar með 3 fræ samrunnin; nálar með tvemur varaops grópum.
- Juniperus sect. Juniperus subsect. Juniperus: Könglar með 3 aðskildum fræjum; nálar með einni varaops gróp.
- Juniperus sect. Sabina: Hreisturlaufs einir. Fullorðinslauf að mestu hreisturlaga, lík þeim hjá Cupressus tegundum, í gagnstæðum pörum eða þrjú í hvirfingu, og ungstigsblöð eru nállaga og ekki með liðamótum við grunn (meðtaldar nokkrar sem hafa eingöngu nálarlaga lauf; sjá að neðan til hægri). Til bráðabirgða eru allar aðrar einitegundir meðtaldar hér, þó þær myndi paraphyletic hóp.
- Gamla heims tegundir
- Juniperus chinensis - Kínaeinir
- Juniperus chinensis var. sargentii - (japanska 深山柏槇)
- Juniperus chinensis L. var. tsukusiensis Masummune (kínverska 清水圓柏)
- Juniperus chinensis Kaizuka (japanska 貝塚伊吹)
- Juniperus chinensis var. Procumbens (japanska 這柏槇)
- Juniperus chinensis Globosa (japanska 玉伊吹)
- Juniperus chinensis Aurea' (japanska 金伊吹)
- Juniperus convallium -
- Juniperus excelsa - Grikkjaeinir
- Juniperus excelsa polycarpos -
- Juniperus foetidissima -
- Juniperus indica -
- Juniperus komarovii -
- Juniperus phoenicea -
- Juniperus pingii -
- Juniperus pingii var. chengii
- Juniperus pingii var. miehei
- Juniperus pingii var. wilsonii
- Juniperus procera -
- Juniperus procumbens -
- Juniperus pseudosabina -
- Juniperus recurva -
- Juniperus recurva var. butanica
- Juniperus recurva var. coxii -
- Juniperus sabina - Sabínueinir
- Juniperus sabina var. davurica -
- Juniperus saltuaria -
- Juniperus semiglobosa - Tíguleinir
- Juniperus squamata - Himalajaeinir
- Juniperus thurifera - Spánareinir
- Juniperus tibetica - Tíbeteinir
- Juniperus wallichiana -
- Juniperus chinensis - Kínaeinir
- Nýja heims tegundir
- Juniperus angosturana -
- Juniperus ashei -
- Juniperus arizonica - Samheiti: Juniperus coahuilensis var. arizonica eða Juniperus erythrocarpa var. coahuilensis.
- Juniperus barbadensis -
- Juniperus bermudiana - Bermúdaeinir
- Juniperus blancoi -
- Juniperus californica -
- Juniperus coahuilensis -
- Juniperus comitana -
- Juniperus deppeana -
- Juniperus durangensis -
- Juniperus flaccida -
- Juniperus gamboana -
- Juniperus grandis - Samheiti: Juniperus occidentalis subsp. australis
- Juniperus horizontalis - Skriðeinir
- Juniperus jaliscana -
- Juniperus monosperma -
- Juniperus monticola -
- Juniperus occidentalis -
- Juniperus osteosperma -
- Juniperus pinchotii -
- Juniperus saltillensis -
- Juniperus scopulorum - Klettaeinir
- Juniperus standleyi -
- Juniperus virginiana - Blýantseinir
- Juniperus virginiana subsp. silicicola -
- Juniperus zanonii (lagt til)[3] - Samheiti: Juniperus monticola
- Gamla heims tegundir
Ræktun og nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Einiber eru krydd sem er notað í mikinn fjölda rétta og er best þekkt sem aðal bragðefnið í gini (og ábyrg fyrir nafni drykksins, sem er stytting á hollenska nafninu á eini, genever). Einiber eru einnig aðalbragðefnið á líkjörnum Jenever og sahti-stíl af bjór. Einiberjasósa er einnig vinsæl erlendis til að bragðbæta villibráð.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sunset Western Garden Book, 1995:606–607
- ↑ Hampe, Hampe; Petit, Re´my J. (2010). „Cryptic forest refugia on the 'Roof of the World'“. New Phytologist. 185 (1): 5–7. doi:10.1111/j.1469-8137.2009.03108.x. Sótt 2. september 2015.
- ↑ Adams, Robert. „Phytologia (April 2010) 92(1)“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. júlí 2011. Sótt 1. febrúar 2016.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- Adams, R. P. (2004). Junipers of the World: The genus Juniperus. Victoria: Trafford. ISBN 1-4120-4250-X
- Farjon, A. (2001). World Checklist and Bibliography of Conifers. Kew. ISBN 1-84246-025-0
- Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
- Mao, K.; Hao, G.; Liu, J.; Adams, R. P.; Milne (2010). „Diversification and biogeography of Juniperus (Cupressaceae): variable diversification rates and multiple intercontinental dispersals“. New Phytologist. 188 (1): 254–272. doi:10.1111/j.1469-8137.2010.03351.x. PMID 20561210.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Junipers of the world
- Gymnosperm Database - Juniperus
- Arboretum de Villardebelle Myndir af könglum og barri af völdum tegundum.