Judith Butler
Judith Butler | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd(ur) | 24. febrúar 1956 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | meginlandsheimspeki |
Helstu ritverk | Gender Trouble |
Helstu kenningar | Gender Trouble |
Helstu viðfangsefni | siðfræði, stjórnspeki, femínismi, kynjafræði |
Judith Butler (f. 24. febrúar 1956 í Cleveland í Ohio) er bandarískur heimspekingur og kynjafræðingur sem hefur haft mikil áhrif innan kynjafræði og hinsegin fræði, einkum fyrir gagnrýni sína á eðlishyggju í femínisma. Árið 1993 byrjaði hán að kenna við Kaliforníuháskóla, Berkeley.
Í bókinni Gender Trouble (nefnd eftir kvikmynd John Waters, Female Trouble) frá 1990 færir hán rök fyrir því að kynferði sé mótað með flutningi á „stílfærðum líkamsathöfnum“. Þessi endurtekni flutningur skapar þá hugmynd að kynferði sé fólki eðlislægt. Hán hefur verið gagnrýnt fyrir að hafna líkamlegum grundvelli reynsluheims kvenna. Hán hefur líka verið gagnrýnt fyrir að réttlæta klæðskipti með skrifum sínum. Hán notar kynhlutlaus persónufornöfn.[1]
Verk, aktívismi og fræði
[breyta | breyta frumkóða]Butler hefur haft gríðarleg áhrif á þriðju bylgju femínisma og hinsegin fræði en einnig á sálgreiningu, meginlandsheimspeki, menningafræðum, bókmenntir og fleira. Háns þekktasta verk er Gender Troubles en hefur gefið út gríðarlegt safn verka, þ. á m. Bodies That Matter og Undoing Gender. Hán hefur einnig talað fyrir ýmsum pólitískum málum, t.d. gagnrýnt stjórnmálastefnu Ísraelsríkis.
Áhrifa má gæta frá verkum Foucault, de Beauvoir og Derrida.
Persónulegt líf
[breyta | breyta frumkóða]Frá og með 2020 notar Judith Butler kynhlutlaus fornöfn (they á ensku), hafandi sagt að háni hafi aldrei liðið eins og hán „eigi heima“ innan kvenkyns skilgreininga. Hán er gift Wendy Brown og eiga þau saman soninn, Isaac.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Das Pronomen ist frei vom Körper - aber es ist nicht frei vom Geschlecht“. www.tagesspiegel.de (þýska). Sótt 25. september 2020.