Jarðvegsgerð
Útlit
Jarðvegsgerð er flokkun á jarðvegi eftir áfoki, lífrænu efni og hversu blautur jarðvegur er.
Jarðveg er skipt í þessa flokka:
- Bergjörð (leptosol - L)
- Blautjörð (hydric andosol - WA)
- Brúnjörð (brown andosol - BA)
- Frerajörð (cryosol - C)
- Frumjörð (vitrisol - V)
- Mójörð (histosol - H)
- Svartjörð (histic andosol - HA)
Íslenskur jarðvegur er að stærstum hluta eldfjallajörð (andosol). Það er sérstök jarðvegsgerð sem myndast á eldfjallasvæðum heimsins. Einkenni eldfjallajarðar eru frjósemi jarðvegs, lítil rúmþyngd og skortur á samloðun. Þessi skortur á samloðun gerir eldfjallajörð viðkvæma fyrir roföflum s.s. vindi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Ýmir - rannsóknarverkefni tileinkað íslenskum jarðvegi“. Sótt 7. mars 2006.
- Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi á Íslandi Geymt 6 október 2007 í Wayback Machine