Jarðbundið sjónvarp
Útlit
Jarðbundið sjónvarp er sjónvarpsútsending þar sem notast er við hvorki gervihnött né kapal. Í staðinn er sjónvarpið sent út með útvarpsbylgjum í gegnum möstur og tekið er á móti þeim með loftneti. Jarðbundið sjónvarp er eins gamalt og sjónvarp sjálft. Fyrsta jarðbundna sjónvarpsútsendingin var í Washington D.C. þann 7. apríl 1927. Breska ríkisútvarpið hóf útsendingu á jarðbundu sjónvarpi árið 1929 og var með reglulega dagskrá með sjónvarpsþættum frá 1930.
Engin önnur dreifileið fyrir sjónvarp var til fyrir sjötta áratuginn þegar kapalsjónvarp var fundið upp. Sjónvarpsútsendingar með gervihnetti hófust á sjöunda og áttunda ártugunum.