James Watt
Útlit
James Watt (1736-1819) var skoskur uppfinningamaður. Endurbætur hans á gufuvélinni gegndu lykilhlutverki í iðnbyltingunni. Hann var fæddur í Greenock í Skotlandi árið 1736 en bjó og starfaði í Birmingham á Englandi. Margar af greinum hans eru geymdar í bókasafninu í Birmingham. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppfinningar Watts gerðu hana afkastameiri og nýtanlegri í iðnaði.