Fara í innihald

James Randi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Randi
Fæddur
Randall James Hamilton Zwinge

7. ágúst 1928 (1928-08-07) (96 ára)
Dáinn20. október 2020
StörfTöframaður, Rithöfundur
Vefsíðawww.randi.org

James Randi (fæddur 7. ágúst 1928, látinn 20. október 2020)[1] var kanadísk-bandarískur töframaður og efahyggjumaður búsettur í Bandaríkjunum, en hann fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 1987.[2] Randi hóf ferill sinn sem töframaður og undankomusérfræðingur undir sviðsnafninu „The Amazing Randi“ en færði sig seinna meir út í að rannsaka staðhæfingar er snúa að hinu yfirnáttúrulega. Randi var þekktastur fyrir að vera gagnrýninn í garð þeirra einstaklinga sem að halda því fram að þeir búi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og bauð Randi eina milljón Bandaríkjadollara hverjum þeim sem gat sannað yfirnáttúrulega hæfileika. Enn hefur Randi þurfti að greiða neinum þá summu. Randi hefur einnig skrifað fjölmargar bækur.

James Randi fæddist Randall James Hamilton Zwinge í Toronto í Ontario í Kanada, elstur þriggja barna foreldra sinna. Ungur að aldri lenti hann í umfangsmiklu gifsi í 13 mánuði eftir að hafa dottið af hjóli. Á meðan Randi var í gifsinu las hann sér til um sjónhverfingar.[3] Einungis 17 ára að aldri hætti Randi í skóla til þess að gerast sjónhverfingamaður í farandtívolíi. Eftir því sem að fram liðu stundir tók Randi eftir því að fjölmargir einstaklingar voru að gera samskonar sjónhverfingar og hann undir því yfirskyni að um yfirnáttúrulega hæfileika væri að ræða. Síðar á ferlinum, árið 1971, steig Randi fram í sviðsljósið þegar að hann gagnrýndi Uri Geller sem var orðinn heimsþekktur fyrir að beygja skeiðar. Geller hélt því fram að hann væri að notast við hugarorku á meðan Randi hélt því fram að Geller væri að notast við þekkta brellu sem að sjónhverfingarmenn höfðu lengi notast við. Randi skrifaði bókina The Truth About Uri Geller þar sem að hann fylgdi eftir staðhæfingum sínum og í kjölfarið deildu þeir Randi og Geller í bæði fjölmiðlum og í réttarsalnum en Geller kærði Randi. Geller fór fram á 15 milljónir Bandaríkjadollara en málinu var vísað frá.

Milljón dollara áskorunin

[breyta | breyta frumkóða]

Randi bauð milljón bandaríkjadollara hverjum þeim sem gat vísindalega sannað tilvist yfirnáttúrulegra krafta. Randi talaði lengi fyrir því að setja eigi sömu kröfur á miðla, töfralækna og aðra einstaklinga sem að segjast búa yfir yfirnáttúrulegum kröfum eins og alla aðra sem koma með staðhæfingar um hvernig heimurinn virkar. Til þess að geta unnið milljónina þurfti þátttakandinn að sýna fram á hæfileika sína í lokuðu umhverfi þar sem að allt yrði skjalfest í anda hinnar vísindalegu aðferðar. Þetta framtak Randi hófst árið 1964 og var þá vinningsupphæðin $1.000 en síðan óx upphæðin. Enginn gerði tilkall til fjárhæðarinnar.

  • Randi átti hin ýmsu heimsmet. Tvö heimsmet skráð í Heimsmetabók Guinness. Hann var í loftþéttri líkkistu í eina klukkustund og 44 mínútur og bætti þar með gamalt met Harry Houdini sem að hafði verið í slíkri kistu í klukkustund og 31 mínútu. Randi var einnig 55 mínútur í ísklumpi.
  • Í mars 2010 kom Randi út úr skápnum og tilkynnti það að hann væri samkynhneigður, þá 81 árs gamall[4].
  • Randi heimsótti Ísland vorið 2010 í boði Vantrúar og Siðmenntar [5]. Hann hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands.[6]
  1. H.W. Wilson Company (1987). Current Biography Yearbook. Silverplatter International. bls. 455.
  2. Randi, James (2001). „Commentary: Vapid Vultures, Conrad Comments, Grodin Goof, Sleuth Sylvia, Nostradamus Notes, Etc“. Sótt 24. mars 2014.
  3. Orwen, Patricia (23. ágúst 1986). „The Amazing Randi“. The Toronto Star. Torstar Corporation. Sótt 24. mars 2014.
  4. „James Randi - A Skeptic Comes Out at 81“. For Good Reason. 21. mars 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. mars 2010. Sótt 21. mars 2010.
  5. James Randi á Íslandi! Vantrú.
  6. Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Vísir.is, skoðað 7. nóvember 2020.