Jóhannes Gunnarsson (f. 1897)
Jóhannes Gunnarsson, (3. ágúst 1897 – 17. júní 1972) var prestur rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og biskup hennar í Reykjavík frá 1942 þar til hann sagði af sér embæti 1967.
Jóhannes fæddist í Reykjavík og var sonur Gunnars Einarssonar sem var fyrsti Íslendingurinn eftir siðaskiptin sem gerðist kaþólikki. Gunnar kynntist kaþólskum kenningum þegar hann var við nám í Danmörku. Jóhannes hóf nám hjá jesúítum á Íslandi áður en hann fór til Danmerkur í framhaldsnám. Hann lagði síðar stund á guðfræðinám í Hollandi. Jóhannes var vígður prestur þar 1924 og snéri sama ár aftur til Íslands og hóf þjónustu við Landakotskirkju.
Jóhannes var skipaður Vicar Apostolic Emeritus[1] yfir Íslandi og einnig titilbiskup[2] Hóla biskupsdæmis 1942 af Píusi XI. Jóhannes var ekki titlaður biskup Reykjavíkur sem er nú formlegur titill kaþólska biskupsins á Íslandi. Þegar Jóhannes tók við embætti voru einungis þrír kaþólskir söfnuðir á landinu og rúmlega 400 safnaðarmeðlimir.
Jóhannes biskup sat Annað Vatikansráðið frá 1962 til 1965, en sagði af sér embæti 1967, eftir tuttugu og fimm ára biskupssetu. Hann lést árið 1972, 74 ára gamall.
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrirrennari: Marteinn Meulenberg |
|
Eftirmaður: Hinrik Frehen |