Fara í innihald

IDN-lén

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

IDN-lén er Internetlén með forskeytinu „xn--“ en slík lén á skv. tilmælum IANA [1] að umkóða úr Unicode af biðlaranum, útkoman verður að þegar notandinn biður um lén, t.d. „köttur.is“ er það umkóðað í „xn--kttur-jua.is“ áður en það er sent til nafnaþjónsins, útkoman er kerfi sem er samhæft við það gamla en þó er hægt að nota aðra stafi en a-z, 0-9 og - eins og upprunalega takmörkunin var, - er þó ekki hægt að nota í byrjun og enda léns.

IDN-lén hafa hins vegar ekki náð miklum vinsældum þar sem mest notað vafrinn, Internet Explorer frá Microsoft styður ekki þá tegund léna auk ýmissa póstforrita. Mozilla Firefox, Opera, Apple Safari o.fl. styðja þau hins vegar .

1. júlí 2004 hóf ISNIC að úthluta IDN-lénum undir þjóðarléninu .is. Dæmi um íslenskt IDN-lén er alþingi.is.

  1. [1] Geymt 27 apríl 2010 í Wayback Machine