Fara í innihald

Hungursneyðin í Bengal 1943

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lík fórnarlamba hungursneyðarinnar.

Bengalhungursneyðin 1943 er hungursneyð í Bengal sem er núverandi Bangladesh og Vestur-Bengal. Talið er að um þrjár milljónir manna hafi látist af hungri, vannæringu og sjúkdómum.

Mögulegar orsakir

[breyta | breyta frumkóða]

Herlið Breta hafði tapað fyrir japanska hernum orrustu um Singapore árið 1942 og réðust Japanir inn í Búrma þetta sama ár. Búrma var stærsti útflytjandi hrísgrjóna. Árið 1940 kom 15% af hrísgrjónum Indlands frá Búrma og það hlutfall var hærra í Bengal en annars staðar. Þó verið gæti að meira en 20% af neyslu hrísgrjóna í Bengal kæmi frá Búrma þá er það ekki nóg sem eini orsakavaldur hungursneyðarinnar.

Bresk stjórnvöld óttuðust að Japanir réðust inn í Indland gegnum Bengal og hófu að safna matarbirgðum fyrir breska hermenn og hefta aðgengi að vistum sem gæti fallið í hendur Japana. Í héraðinu Chittagong sem var næst landamærum Búrma gerði herinn upptæk ýmis tæki svo sem báta, vagna og bíla. Íbúarnir höfðu notað bátana til fiskveiða. Mikið af hrísgrjónum var flutt til Miðausturlanda til matar fyrir breska og indverska hermenn.

Þann 16. október 1943 skall skýstrókur á austurströnd Bengal og Orissa. Stórt hrísræktarsvæði sem náðu allt að fjörutíu mílur inn í land fór á kaf og haustuppskeran á þessu svæði brást. Það þýddi að sveitafólk þurfti að éta allar sínar matarbirgðir og ganga á útsæðið.

Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði Amartya Sen heldur því fram að það hafi ekki verið allsherjarskortur á hrísgrjónum í Bengal árið 1943; það hafi verið heldur meira þar af hrísgrjónum en til var árið 1941 en þá hafi samt ekki komið til hungursneyðar.[1] Það hafi einmitt verið það sem olli því að yfirvöld brugðust ekki við í tíma, það hafi ekki verið alvarlegur uppskeruskortur og hungursneyðin komið þeim á óvart. Sen telur að orsakir hungursneyðarinnar liggi í orðróm sem barst um skort og á grundvelli hans fóru margir að hamstra matvælum og það olli verðhækkunum. Landeigendur og hrísgrjónaspákaupmenn högnuðust en kaupmáttur hjá hópum eins og landlausum verkamönnum, sjómönnum og rökurum lækkaði um tvo þriðju frá árinu 1949. Aðstæður voru þá þannig að þó að Bengal hefði nógan hrísgrjónaforða fyrir alla íbúa þá urðu skyndilega milljónir manns of fátækir til að kaupa mat.[2]

Viðbrögð stjórnvalda

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórn Bengal brást seint og illa við hungursneyðinni og neitaði að stöðva fæðuútflutning frá Bengal.

Winston Churchill var forsætisráðherra á þessum tíma og það er á huldu hvernig hann tók á þessu máli og hve vel upplýstur hann var um aðstæður. Þannig mun hann hafa svarað símskeyti þar sem beðið var um matvæli fyrir Indland og spurt úr því að svona mikill matvælaskortur væri,hvers vegna Gandi væri ekki dáinn ( "why Gandhi hadn’t died yet."[3] ) Í byrjun hungursneyðarinnar hafði hann meiri áhyggjur af grískum borgurum á svæðinu en af innfæddum Bengalbúum.[4]

Að lokum skrifaði Churchill Roosevelt og bað um aðstoð Bandaríkjamanna þar sem hann gæti ekki varið lengur að biðja um hjálp en Bandaríkjamenn synjuðu þeirri hjálparbeiðni.[5]

Bengal stjórnin bannaði ekki útflutning á hrísgrjónum og gerði litlar tilraunir til að afla birgða annars staðar í Indlandi eða að kaupa birgðir af spákaupmönnum til að dreifa meðal hinna hungruðu. Sen heldur fram að stjórnvöld hafi ekki skilið að hungursneyðin stafaði ekki af fæðuskorti og að fæðudreifing er ekki eingöngu fólgin í að halda járnbrautarsamgöngukerfi gangandi heldur verði veita ókeypis neyðaraðstoð á stórvirkan hátt. Stjórnvöld voru góð í að meta hversu mikið af matvælum var á svæðinu en stóðu sig afleitlega í að átta sig á af hverju hungursneyðin stafaði.[6] Hungursneyðinni lauk þegar stjórnin í London flutti 1,000,000 tonn af hrísgrjónum til Bengal og lækkaði þannig matarverð.[7]

Hungursneyðir og lýðræði

[breyta | breyta frumkóða]

Amartya Sen notar Bengal hungursneyðina og aðrar hungursneyðir til að skýra kenningar sína um að hungursneyðir verði ekki í ríkjum þar sem er virkt lýðræði.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Amartya Sen Poverty and Famines. An Essay on Entitlement and Deprivation (Oxford) 1981 pp58-9
  2. Sen Poverty and Famines pp70-78
  3. Exit Wounds, by Pankaj Mishra, The New Yorker, 13 August 2007.
  4. S Gopal, 'Churchill and the Indians' in Churchill: A Major New Assessment of His Life and Achievements by Wm. Roger Louis and Robert Blake (eds.)
  5. [1][óvirkur tengill]
  6. Sen Poverty and Famines pp80-83
  7. Lawrence James, Raj: The Making and Unmaking of British India
  • Bhatia, B.M. Famines in India: A study in Some Aspects of the Economic History of India with Special Reference to Food Problem (Delhi: Konark Publishers Pvt. Ltd., 1985).
  • Padmanabhan, S.Y. „The Great Bengal Famine“. Annual Review of Phytopathology 11 (1973): 11-24.
  • Sen, A. Poverty and Famines: An Essay on Entitlement and Deprivation (Oxford: Oxford University Press, 1981). ISBN 0198284632
  • Tauger, M. „Entitlement, Shortage and the 1943 Bengal Famine: Another Look“. The Journal of Peasant Studies 31 (2003): 45-72.