Hjúskaparréttur
Útlit
Hjúskaparréttur er fræðasvið innan fjölskylduréttar sem tekur á þeim lagalegum álitaefnum er snúa að hjúskap, frá stofnun og almennt til loka hans (með andláti, ógildingu eða lögskilnaði). Þrátt fyrir lok hjúskapar hverfa ekki öll lagaleg áhrif hans, t.a.m. stjórnsýslulegt vanhæfi milli fyrrum maka. Á Íslandi nær hann einnig yfir staðfesta samvist þar sem réttaráhrifin eru hin sömu. Sambúðarréttur er aðskilið fræðasvið frá hjúskaparrétti þó finna megi einhverja skörun þar á milli.