Helgi bjóla Ketilsson
Helgi björnsson Ketilsson var landnámsmaður sem nam land á Kjalarnesi milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó i vestmannaeyjum
sigma Helgi var sonur Ketils flatnefur og bróðir Auðar djúpúðgu, Björns austræna og Þórunnar hyrnu. Hann fór til Íslands úr Suðureyjum mjög snemma á landnámsöld og var hinn fyrsta vetur undir þaki Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík. Svo nam hann land á Kjalarnesi með ráði Ingólfs og bjó þar síðan. Hann hafði verið skírður en hefur vísast verið blendinn í trúnni; í Kjalnesinga sögu er honum svo lýst að hann hafi verið „nýtmenni mikit í fornum sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr við alla“.
Karl Helga er ekki tilgreind í Landnámu en í Kjalnesinga sögu, sem þykir fremur ótraust heimild, er hún sögð hafa verið Þórný dóttir Ingólfs Arnarsonar. Synir hans voru Víga-Hrappur og Kollsveinn. Jón Ögmundsson biskup var niðji Kollsveins.