Fara í innihald

Höskuldur H. Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höskuldur Hrafn Ólafsson (f. 9. febrúar 1959) er íslenskur viðskiptafræðingur og var bankastjóri Arion banka frá 2010-2019.

Höskuldur starfaði lengstum við margvísleg stjórnunarstörf hjá Eimskip, hér á landi og erlendis en hann hóf störf hjá Eimskipi árið 1987 og tók við stöðu aðstoðarforstjóra í júní 2004. Hann hætti störfum hjá félaginu sama ár en var eftir það til ráðgjafar í nokkrum verkefnum. Sama ár, 2004, varð Höskuldur forstjóri Greiðslumiðlunar – Vísa Íslands. Meðan hann starfaði þar hóf Greiðslumiðlunin útrás og skipti um nafn og hét eftir það Valitor – Visa Ísland.[1] Höskuldur var forstjóri fyrirtækisins í fjögur ár eða þar til hann var ráðinn til Arion banka árið 2010. Á starfstíma Höskuldar hjá Greiðslumiðlun var fyrirtækið um tíma til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu ásamt öðrum greiðslukortafyrirtækjum vegna ólögmæts samráðs og var fyrirtækjunum gert að greiða rúmar 700 milljónir króna í sekt í ársbyrjun 2008.[2]

Laun Höskulds hjá Arion banka, urðu oft fréttaefni[3] [4] og einnig starfslokasamningur sem gerður var við hann vorið 2019 er hann lét af störfum hjá bankanum en upphæð samningsins nam 150 milljónum króna.[5]

Höskuldur er kvæntur Sigríði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.