Fara í innihald

Gulmaðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Galium verum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Magnoliopsida (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Möðruætt (Rubiaceae)
Ættflokkur: Rubieae
Ættkvísl: Galium
Tegund:
G. verum

Tvínefni
Galium verum
L.
Samheiti

Rubia vera (L.) Baill.
Galium verum var. typicum
Galium verum subsp. euverum
Galium floridum Salisb.
Asterophyllum galium Schimp. & Spenn.[1]

Gulmaðra (fræðiheiti: Galium verum) er meðalhá (12 - 30 sm) jurt af möðruætt með mjóum blöðum í kransi og mörgum litlum fjórdeildum gulum blómum. Hún er upprunnin í Evrasíu og Norður-Afríku og finnst nú mun víðar. Á Íslandi vex hún í grónu landi og þar sem er þurrt og í mólendi og kjarri. Gulmaðra er algeng um allt Ísland. Líklega eru bæjarnöfnin Möðruvellir og Möðrudalur dregin af þessari jurt. Ýmis not voru af gulmöðru. Hún var notuð gegn sinadrætti og flogaveiki, rótin var notuð til litunar, jurtin þótti einkar góð við ýmsum húðsjúkdómum. Gulmaðra er kölluð sængurhálmur á Norðurlandamálum vegna þess að það tíðkaðist að setja hana í sængurföt. Erlendis tíðkaðist að strá gulmöðru á gólf. Gulmaðra var einnig nefnd ólúagras en Eggert Ólafsson segir í kvæði að hún létti lúa.

Gulmaðra er lík krossmöðru og hvítmöðru en lögun laufblaða er önnur og hún er eina maðran á Íslandi sem ber gul blóm.

  1. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2014). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Sótt 02 sept 2020.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.