Fara í innihald

Gagnrýnin kynþáttafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnrýnin kynþáttafræði er fræðileg nálgun í félagsvísindum sem skoðar tengingu samfélags og menningu við flokkun kynþátta, laga og valds. Kenningin byrjaði sem fræðileg hreyfing innan bandarískra lagaskóla um miðjan og seinni hluta níunda áratugs síðusta aldar með því markmiði að endurskoða krítískar lagakenningar um kynþáttamál. Kenningin leggur áherslu á að hvít kynþáttahyggja sé til og leggur fram til sýnis vald sem hefur viðhaldist í tímans rás. Lög gegna sérstaklega miklu hlutverki í þessu ferli. Enn fremur heldur kenningin því fram að umbreyting á tengslum milli laga og kynþátta, auk kynþáttafrelsis, sé möguleg.[1]

Kenningin dregur innblástur frá krítískum kenningum sem er félagsfræðileg heimspekistefna sem leggur áherslu á hvernig félagsleg kerfi og viðhorf stuðla að ójöfnuði. Krítískir kenningasmiðir leggja einnig áherslu á að aðstoða hópa frekar en einstaklinga til að sporna gegn óréttlæti og krefjast breytinga. Það var í Harvard þar sem lögfræðikennarinn Derrick Bell, fyrsti fastráðni afríski-ameríski kennari skólans, kom gagnrýnin kynþáttafræði fram á sjónarsviðið. Bell gerði úttekt á því hvernig kynþáttafordómar birtust í litblindu stofnanalegu umhverfi sem starfaði svipað og bandaríska réttarkerfið. Bell sagði síðar að hann hafi orðið fyrir dulkóðuðum kynþáttafordómum í Harvard og leit hann á veru sína þar minna sem vísbendingu um framfarir í kynþáttamálum og meira sem sönnun um sýndarmennskustefnu Harvards í málefnum svartra.

Lögfræði og kynþátta námskeið Bells voru afar vinsæl á meðal nemenda Harvards, sem og fræga málflutningsbókin hans Race, Racism and American Law, sem var gefin út árið 1973.[2] Aðferðafræði Bells var óvenjuleg og gjarnan umdeild í bæði skrifum sínum og kennslu. Hann notaði kynþáttapólitík frekar en formlega uppbyggingu lagakenninga sem skipulagshugtak fræðirannsókna sinna. Þegar Bell yfirgaf Harvard árið 1980 til að verða deildarforseti lögfræðideildar háskólans í Oregon, skipulögðu nemendur mótmæli til að knýja stjórnendur Harvards til að ráða prófessor frá minnihlutahóp í hans stað. Þegar stjórnendur Harvards neituðu þessu á meritókratískum forsendum, skipulögðu nemendurnir sitt eigið námskeið, þar sem þeir héldu áfram að lesa málflutningabók Bells. Það var í þessu umhverfi þar sem hugsunarskóli gagnrýnnar kynþáttafræði varð til.[3]

Hugmyndastefna

[breyta | breyta frumkóða]

Kennismiðir gagnrýnnar kynþáttafræði leggja áherslu á kynþáttavitund til að takast á við spurninguna um „lit“ í bandarískum lögum.[4] Þeir reyndu að varpa fram hvernig meint hlutlaus lögfræðileg hugtök væru í raun djúplega innbyggð í sögu Bandaríkjanna og væru þannig órjúfanlega rasísk. Þeim fannst löggjöf mannréttindahreyfingunnar og aðlögun hennar að almennum forsendum undir lok sjöunda og snemma á áttunda áratugi síðustu aldar hafa verið byggð á þröngri og íhaldssamri mynd af markmiðum kynþáttaréttlætis.[3]

Þeir höfnuðu einhliða aðlögun blökkumanna í stofnanaumhverfi sem hvítir höfðu búið til og stjórnað. Patricia Williams, einn fremsti talsmaður gagnrýnnar kynþáttafræði, sagði að svartir í Bandaríkjunum væru dæmi um stjórnskipulega vanrækslu sem hefur verið felld inn í kenningu um hlutleysi. Eins og talsmenn Black Power hreyfingunnar Stokely Carmichael og Charles Hamilton, vildu talsmenn gagnrýnnar kynþáttafræði ekki búa í samfélagi þar sem til þess að verða sannur Bandaríkjamaður þyrfti maður að vera hvítur á hörund, og að vera svartur væri óheppni. Frekar en að víkka hring amerískrar sjálfsmyndar til að hleypa svörtum að, þyrfti að breyta amerískri sjálfsmynd með því að afhvíta hana.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Critical race theory : the key writings that formed the movement. West, Cornel,, Crenshaw, Kimberlé,, Gotanda, Neil,, Peller, Gary,, Thomas, Kendall,. New York. ISBN 978-1-56584-271-7. OCLC 31435134.
  2. Bell, Derrick (1973). Race, racism, and American law (enska). Boston: Little, Brown. OCLC 700058.
  3. 3,0 3,1 3,2 Andrew Hartman (2019). A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars.
  4. Minda, Gary (1995), „Critical Race Theory“, Postmodern Legal Movements, Law and Jurisprudence At Century's End, NYU Press, bls. 167–186, sótt 5. desember 2020