Fara í innihald

François Bayrou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
François Bayrou
Bayrou árið 2010.
Forsætisráðherra Frakklands
Núverandi
Tók við embætti
13. desember 2024
ForsetiEmmanuel Macron
ForveriMichel Barnier
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. maí 1951 (1951-05-25) (73 ára)
Bordères, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurLýðræðishreyfingin (frá 2007)
MakiÉlisabeth Perlant ​(g. 1971)
Börn6
HáskóliUniversité Bordeaux Montaigne
Undirskrift

François René Jean Lucien Bayrou (f. 25. maí 1951) er franskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var skipaður í embætti af Emmanuel Macron forseta þann 13. desember 2024 eftir afsögn Michels Barnier.

Bayrou er formaður frönsku Lýðræðishreyfingarinnar og hefur verið virkur í frönskum stjórnmálum í marga áratugi. Hann hefur þrisvar sinnum gefið kost á sér í forsetakosningum Frakklands, árin 2002, 2007 og 2012. Bayrou hlaut 18 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2007. Hann ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju í forsetakosningunum 2017 og lýsti yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem vann kosningarnar.[1]

Bayrou var skipaður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Macrons árið 2017 en sagði af sér einum mánuði síðar vegna rannsóknar á flokknum hans.[2] Frá árinu 2020 var Bayrou borgarstjóri borgarinnar Pau.[3]

Eftir að Michel Barnier forsætisráðherra féll fyrir vantrauststillögu á þingi í desember 2024 bauð Macron forseti Bayrou að mynda nýja ríkisstjórn. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kristján Róbert Kristjánsson (22. febrúar 2017). „Bayrou lýsti yfir stuðningi við Macron“. RÚV. Sótt 14. desember 2024.
  2. „Bayrou er nýr forsætisráðherra Frakklands“. mbl.is. 13. desember 2024. Sótt 14. desember 2024.
  3. „François Bayrou nýr for­sætis­ráðherra Frak­lands“. Viðskiptablaðið. 13. desember 2024. Sótt 14. desember 2024.
  4. Samúel Karl Ólason (13. desember 2024). „Macron kynnir nýjan for­sætis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 14. desember 2024.


Fyrirrennari:
Michel Barnier
Forsætisráðherra Frakklands
(13. desember 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.