François Bayrou
François Bayrou | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 13. desember 2024 | |
Forseti | Emmanuel Macron |
Forveri | Michel Barnier |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. maí 1951 Bordères, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Stjórnmálaflokkur | Lýðræðishreyfingin (frá 2007) |
Maki | Élisabeth Perlant (g. 1971) |
Börn | 6 |
Háskóli | Université Bordeaux Montaigne |
Undirskrift |
François René Jean Lucien Bayrou (f. 25. maí 1951) er franskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var skipaður í embætti af Emmanuel Macron forseta þann 13. desember 2024 eftir afsögn Michels Barnier.
Bayrou er formaður frönsku Lýðræðishreyfingarinnar og hefur verið virkur í frönskum stjórnmálum í marga áratugi. Hann hefur þrisvar sinnum gefið kost á sér í forsetakosningum Frakklands, árin 2002, 2007 og 2012. Bayrou hlaut 18 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2007. Hann ákvað að bjóða sig ekki fram að nýju í forsetakosningunum 2017 og lýsti yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem vann kosningarnar.[1]
Bayrou var skipaður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Macrons árið 2017 en sagði af sér einum mánuði síðar vegna rannsóknar á flokknum hans.[2] Frá árinu 2020 var Bayrou borgarstjóri borgarinnar Pau.[3]
Eftir að Michel Barnier forsætisráðherra féll fyrir vantrauststillögu á þingi í desember 2024 bauð Macron forseti Bayrou að mynda nýja ríkisstjórn. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (22. febrúar 2017). „Bayrou lýsti yfir stuðningi við Macron“. RÚV. Sótt 14. desember 2024.
- ↑ „Bayrou er nýr forsætisráðherra Frakklands“. mbl.is. 13. desember 2024. Sótt 14. desember 2024.
- ↑ „François Bayrou nýr forsætisráðherra Fraklands“. Viðskiptablaðið. 13. desember 2024. Sótt 14. desember 2024.
- ↑ Samúel Karl Ólason (13. desember 2024). „Macron kynnir nýjan forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 14. desember 2024.
Fyrirrennari: Michel Barnier |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |