Flekaskil
Útlit
Flekaskil eru þar sem jarðflekarnir gliðna í sundur ca. 1-15 cm á ári í hvora átt. Þar kemur bergkvika upp um sprungur á skilunum. Eldvirkni á flekaskilum er að mestu neðansjávar. Einkennandi fyrir flekaskil eru miðhafshryggir og sigdalir. Dæmi um flekaskil er á Íslandi þar sem Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekinn færast hvor frá öðrum. Andstæða flekaskila eru flekamót þar sem flekar rekast saman.