Fara í innihald

Beyki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fagus sylvatica)
Beyki
Lauf skógarbeykis
Lauf skógarbeykis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Fagus
L.
Tegundir

Beyki (áður einnig kallað bæki) (fræðiheiti: Fagus) er ættkvísl skammærra trjáa af beykiætt sem finnst í tempraða beltinu í Evrópu og Norður-Ameríku. Beykitré geta orðið allt að 35 m há. Þau eru með egglaga, heilrend laufblöð sem hafa lítið eitt bugðótta jaðra, blóm í hnoðum og eru með sléttan, gráleitan börk. Beykiviður er auðunninn og notaður m.a. í húsgögn o.fl. Beyki þrífst illa á Íslandi, en myndaði þó fræ nýlega−það var haustið 2007 í garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði; trén voru um 80 ára gömul.[1]

Í Bygging og líf plantna. Grasafræði, eftir Helgi Jónsson, segir: Beykið skyggir meira og þolir skuggann betur, og er því skuggatré en eikin er ljóstré.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Orðið bækistöð á sér aðrar myndir sem eru: beykistöð eða beykistaða. Sumir telja að orðið hafi verið haft um birgðarstöð beykis í fyrstu. Orðsifjaorðabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar bætir þó við: vafasamt [er þó að orðið] sé dregið af viðarheitinu.
  • Varast ber að rugla saman beyki og beyki (nf. beykir) sem þýðir tunnusmiður.
  • Ölbæki er ölker úr beykitré.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. janúar 2012. Sótt 27. janúar 2012.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.