Eva LaRue
Eva LaRue | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Eva Maria LaRue 27. desember 1966 |
Ár virk | 1987 - |
Helstu hlutverk | |
Natalia Boa Vista í CSI: Miami Dr. Maria Santos Grey í All My Children |
Eva Maria LaRue (fædd Eva Maria LaRuy; 27. desember 1966) er bandarísk leikkona og fyrirsæta. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í All My Children og CSI: Miami.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]LaRue fæddist í Long Beach í Kaliforníu og er af púertó rískum, frönskum, þýskum og skoskum uppruna. Hún er meðlimur Bahá'í trúarinnar.[1]
LaRue byrjaði að leika þegar hún var sex ára og var seinna meir táningsfegurðardrottning. Vann hún Danfranc Productions ungfrú Kalifornía Empire 1984 titillinn sem var haldin í Irvine í Kaliforníu. Síðan var hún Frederick's of Hollywood fyrirsæta.
Frá 1992-1994 var LaRue gift John O'Hurley. Síðan byrjaði hún samband með meðleikara sínum John Callahan úr All My Children en hann lék eiginmann hennar Edmund Grey í þættinum. Saman eiga þau eina dóttur, Kaya McKenna Callahan. Skildu þau árið 2005.
Í ágúst 2006 var greint frá því að systir hennar, Nika, var ein af þeim konum sem voru ljósmyndaðar af raðmorðingjanum William Richard Bradford fyrir safnið sitt. Var hún nr. 3 (af 54 konum) á plakati gefið út af Los Angeles lögreglunni til þess að finna lifandi ættingja. Bradford tók ljósmyndir af konum sem hann hitti á börum undir því yfirskyni að hann myndi hjálpa þeim með fyrirsætu feril þeirra. Þetta var notað sem söguþráður í CSI: Miami þætti eftir að lýst var frá þessu.[2]
Árið 2008 var tilkynnt að Eva væri trúlofuð viðskiptamanninum Joe Cappuccio, eigandi sjávarútflutnings fyrirtækis, sem hún kynntist gegnum vin haustið 2008. LaRue og Cappuccio ætluðu að gifta sig í Mexíkó í júní 2009[3] en urðu að fresta því vegna skuldingar að hálfu kærasta hennar.[4] LaRue er skyld Jane Fonda.[5] Hún er guðmóðir sonar Kelly Ripa og Mark Consuelos. Sarah Michelle Gellar er guðmóðir dóttur hennar Kaya.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Frá 1993 til 1997 og aftur frá 2002 til 2005 lék LaRue Dr. Maria Santos Grey í All My Children.[6] Þar var hún hluti af All My Children ofurparinu Edmund og Maria. Fékk hún tilnefningu til Daytime Emmy-verðlauna í flokknum „Besta aukaleikkona í dramaseríu“ fyrir All My Children. Einnig fékk hún tilnefningu árið 2004 í flokknum „Besta lagið“ fyrir að hafa samið „Dance Again with You“, sem var notað í bakgrunninum í ástarsenu þegar persónurnar Edmund og Maria gifta sig í þriðja skipti.
LaRue endurtók hlutverk sitt sem Maria stuttlega þann 5. janúar 2010 vegna 40 ára afmælis All My Children'.[7]
LaRue lék persónuna Natalia Boa Vista í CSI: Miami frá 2005-2012.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1987 | The Barbarians | Cara | sem Eva LaRue |
1987 | Dangerous Curves | Leslie Cruz | sem Eva LaRue Callahan |
1988 | Desert Rats | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd sem Eva LaRue Callahan |
1990 | Heart Condition | Peisha | sem Eva LaRue Callahan |
1990 | Crash and Burn | Parice | |
1991 | Legal Tender | Fréttamaður/Þulur | sem Eva LaRue Callahan |
1991 | Ghoulies III:Ghoulies Go to College | Erin Riddle | sem Eva LaRue Callahan |
1993 | Body of Influence | Fjórða konan | sem Eva LaRue |
1993 | RoboCop 3 | Debbie Dix | sem Eva LaRue Callahan |
1993 | Mirror Images II | Phyllis | sem Eva LaRue Callahan |
1995 | A Dream Is a Wish Your Heart Makes: The Annette Funicello Story | Annette Funicello | Sjónvarpsmynd |
1996 | Remembrance | Serena Principessa di San Tibaldo Fullerton | Sjónvarpsmynd |
1997 | Out of Nowhere | Denise Johnson | Sjónvarpsmynd |
1997 | One Hell of a Guy | Daphne | sem Eva LaRue |
1998 | Ice | Alison | Sjónvarpsmynd |
2000 | Little Pieces | ónefnt hlutverk | sem Eva LaRue Callahan |
2006 | Cries in the Dark | Carrie | Sjónvarpsmynd sem Eva LaRue Callahan |
2008 | Lakeview Terrace | Lt. Morgada | sem Eva Larue |
2010 | Grace in Sara | Dr. Lopez | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1987 | Rags to Riches | ónefnt hlutverk | Þáttur: Beauty and the Babe sem Eva LaRue |
1988 | Santa Barbara | Margot Collins | 23 þættir |
1989 | She´s the Sheriff | ónefnt hlutverk | Þáttur: Divorce, Wiggins Style |
1989 | Charles in Charge | Daphne Prentiss | Þáttur: Chargin´ Charles sem Eva LaRue |
1989 | Perfect Strangers | Nemandi | Þáttur: Teacher´s Pest |
1989 | Freddy's Nightmares | Gina | Þáttur: Missing Persons |
???? | Adam 12 | Maria | Þáttur: Missing |
1990 | Married with Children | Carrie | Þáttur: Rock and Roll Girl sem Eva LaRue |
1991 | Candid Camera | Kynnir | ónefndir þættir |
1991 | The Came from Outer Space | Juanita Gillespie | Þáttur: Animal Magnetism sem Eva LaRue Callahan |
1991 | Dallas | DeeDee | Þáttur: Win Some, Lose Some sem Eva LaRue Callahan |
1992 | Dark Justice | ónefnt hlutverk | Þáttur: Teenage Pajama Party Massacre: Part 1V sem Eva LaRue |
1993 | Nurses | Cindy | Þáttur: Super Bowl sem Eva LaRue Callahan |
1997 | Head Over Heels | Carmen | 7 þættir |
1998 | Diagnosis Murder | Kathryn Wately | Þáttur: Wrong Number |
1999 | Soldier of Fortune, Inc. | Dr. Newman | Þáttur: Critical List sem Eva Larue |
1999 | Grown Ups | Claire | Þáttur: J Says sem Eva LaRue Callahan |
1999 | For Your Love | Fariba | Þáttur: The Girl Most Likely To.. sem Eva LaRue Callahan |
2000-2001 | Third Watch | Brooke | 9 þættir |
2000-2001 | Soul Food | Josefina Alicante | 5 þættir |
2005 | George Lopez | Linda Lorenzo#2 | 2 þættir |
2005 | Modern Girl´s Guide to Life | Talent | 5 þættir |
1993-2010 | All My Children | Dr. Maria Santos Grey | 92 þættir |
2005-2012 | CSI: Miami | Natalia Boa Vista | 153 þættir |
2012 | Help for the Holidays | Sara Vancamp | Sjónvarpsmynd Í eftirvinnslu |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]ALMA-verðlaunin
- 2006: Verðlaun fyrir hlutverk sitt í dag-dramaseríunni All My Children.
- 1998: Verðlaun sem besta leikkona í sápuóperu fyrir All My Children.
- 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í grínseríu fyrir Head Over Heels.
Daytime Emmy-verðlaunin
- 2004: Tilnefnd fyrir besta lagið í All My Children ásamt Clay Ostwald og Jorge Casas.
- 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir All My Children.
Gracie Allen-verðlaunin
- 2004: Verðlaun sem besta leikkona í dag-dramaseríu fyrir All My Children.
Image-verðlaunin
- 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dag-dramaseríu fyrir All My Children.
Imagen Foundation-verðlaunin
- 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
- 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
- 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
- 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
Soap Opera Digest-verðlaunin
- 2003: Tilnefnd fyrir bestu endurkomu fyrir All My Children.
- 1997: Tilnefnd sem heitasta kvenstjarnan fyrir All My Children.
- 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir All My Children.
- 1994: Tilnefnd sem nýja kvenstjarnan fyrir All My Children.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „CSI Guide Eva La Rue on CSI:Guide“ Geymt 11 desember 2007 í Wayback Machine.
- ↑ „About Darkroom Episode“ Geymt 24 maí 2011 í Wayback Machine.
- ↑ „CSI: Miami's Eva LaRue Sets a Wedding Date“ Geymt 2 júní 2009 í Wayback Machine á People.com, 23. desember 2008.
- ↑ „CSI: Miamis Eva La Rue Calls Off Wedding“ Geymt 7 janúar 2010 í Wayback Machine Skoðað 10. febrúar 2009.
- ↑ „Eva's Bio for All My Children“ Geymt 2 febrúar 2007 í Wayback Machine.
- ↑ „LaRue's entry on Soap Central“.
- ↑ „More HUGE returns for All My Children's 40th“, á Soapnet.com
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Eva LaRue á IMDb
- 2007 Eva LaRue Interview Geymt 29 apríl 2007 í Wayback Machine on Sidewalks Entertainment