Fara í innihald

Eva LaRue

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eva LaRue
Eva LaRue sem Natalia Boa Vista í CSI: Miami
Eva LaRue sem Natalia Boa Vista í CSI: Miami
Upplýsingar
FæddEva Maria LaRue
27. desember 1966 (1966-12-27) (57 ára)
Ár virk1987 -
Helstu hlutverk
Natalia Boa Vista í CSI: Miami
Dr. Maria Santos Grey í All My Children

Eva Maria LaRue (fædd Eva Maria LaRuy; 27. desember 1966) er bandarísk leikkona og fyrirsæta. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í All My Children og CSI: Miami.

LaRue fæddist í Long Beach í Kaliforníu og er af púertó rískum, frönskum, þýskum og skoskum uppruna. Hún er meðlimur Bahá'í trúarinnar.[1]

LaRue byrjaði að leika þegar hún var sex ára og var seinna meir táningsfegurðardrottning. Vann hún Danfranc Productions ungfrú Kalifornía Empire 1984 titillinn sem var haldin í Irvine í Kaliforníu. Síðan var hún Frederick's of Hollywood fyrirsæta.

Frá 1992-1994 var LaRue gift John O'Hurley. Síðan byrjaði hún samband með meðleikara sínum John Callahan úr All My Children en hann lék eiginmann hennar Edmund Grey í þættinum. Saman eiga þau eina dóttur, Kaya McKenna Callahan. Skildu þau árið 2005.

Í ágúst 2006 var greint frá því að systir hennar, Nika, var ein af þeim konum sem voru ljósmyndaðar af raðmorðingjanum William Richard Bradford fyrir safnið sitt. Var hún nr. 3 (af 54 konum) á plakati gefið út af Los Angeles lögreglunni til þess að finna lifandi ættingja. Bradford tók ljósmyndir af konum sem hann hitti á börum undir því yfirskyni að hann myndi hjálpa þeim með fyrirsætu feril þeirra. Þetta var notað sem söguþráður í CSI: Miami þætti eftir að lýst var frá þessu.[2]

Árið 2008 var tilkynnt að Eva væri trúlofuð viðskiptamanninum Joe Cappuccio, eigandi sjávarútflutnings fyrirtækis, sem hún kynntist gegnum vin haustið 2008. LaRue og Cappuccio ætluðu að gifta sig í Mexíkó í júní 2009[3] en urðu að fresta því vegna skuldingar að hálfu kærasta hennar.[4] LaRue er skyld Jane Fonda.[5] Hún er guðmóðir sonar Kelly Ripa og Mark Consuelos. Sarah Michelle Gellar er guðmóðir dóttur hennar Kaya.

Frá 1993 til 1997 og aftur frá 2002 til 2005 lék LaRue Dr. Maria Santos Grey í All My Children.[6] Þar var hún hluti af All My Children ofurparinu Edmund og Maria. Fékk hún tilnefningu til Daytime Emmy-verðlauna í flokknum „Besta aukaleikkona í dramaseríu“ fyrir All My Children. Einnig fékk hún tilnefningu árið 2004 í flokknum „Besta lagið“ fyrir að hafa samið „Dance Again with You“, sem var notað í bakgrunninum í ástarsenu þegar persónurnar Edmund og Maria gifta sig í þriðja skipti.

LaRue endurtók hlutverk sitt sem Maria stuttlega þann 5. janúar 2010 vegna 40 ára afmælis All My Children'.[7]

LaRue lék persónuna Natalia Boa Vista í CSI: Miami frá 2005-2012.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1987 The Barbarians Cara sem Eva LaRue
1987 Dangerous Curves Leslie Cruz sem Eva LaRue Callahan
1988 Desert Rats ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
sem Eva LaRue Callahan
1990 Heart Condition Peisha sem Eva LaRue Callahan
1990 Crash and Burn Parice
1991 Legal Tender Fréttamaður/Þulur sem Eva LaRue Callahan
1991 Ghoulies III:Ghoulies Go to College Erin Riddle sem Eva LaRue Callahan
1993 Body of Influence Fjórða konan sem Eva LaRue
1993 RoboCop 3 Debbie Dix sem Eva LaRue Callahan
1993 Mirror Images II Phyllis sem Eva LaRue Callahan
1995 A Dream Is a Wish Your Heart Makes: The Annette Funicello Story Annette Funicello Sjónvarpsmynd
1996 Remembrance Serena Principessa di San Tibaldo Fullerton Sjónvarpsmynd
1997 Out of Nowhere Denise Johnson Sjónvarpsmynd
1997 One Hell of a Guy Daphne sem Eva LaRue
1998 Ice Alison Sjónvarpsmynd
2000 Little Pieces ónefnt hlutverk sem Eva LaRue Callahan
2006 Cries in the Dark Carrie Sjónvarpsmynd
sem Eva LaRue Callahan
2008 Lakeview Terrace Lt. Morgada sem Eva Larue
2010 Grace in Sara Dr. Lopez
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1987 Rags to Riches ónefnt hlutverk Þáttur: Beauty and the Babe
sem Eva LaRue
1988 Santa Barbara Margot Collins 23 þættir
1989 She´s the Sheriff ónefnt hlutverk Þáttur: Divorce, Wiggins Style
1989 Charles in Charge Daphne Prentiss Þáttur: Chargin´ Charles
sem Eva LaRue
1989 Perfect Strangers Nemandi Þáttur: Teacher´s Pest
1989 Freddy's Nightmares Gina Þáttur: Missing Persons
???? Adam 12 Maria Þáttur: Missing
1990 Married with Children Carrie Þáttur: Rock and Roll Girl
sem Eva LaRue
1991 Candid Camera Kynnir ónefndir þættir
1991 The Came from Outer Space Juanita Gillespie Þáttur: Animal Magnetism
sem Eva LaRue Callahan
1991 Dallas DeeDee Þáttur: Win Some, Lose Some
sem Eva LaRue Callahan
1992 Dark Justice ónefnt hlutverk Þáttur: Teenage Pajama Party Massacre: Part 1V
sem Eva LaRue
1993 Nurses Cindy Þáttur: Super Bowl
sem Eva LaRue Callahan
1997 Head Over Heels Carmen 7 þættir
1998 Diagnosis Murder Kathryn Wately Þáttur: Wrong Number
1999 Soldier of Fortune, Inc. Dr. Newman Þáttur: Critical List
sem Eva Larue
1999 Grown Ups Claire Þáttur: J Says
sem Eva LaRue Callahan
1999 For Your Love Fariba Þáttur: The Girl Most Likely To..
sem Eva LaRue Callahan
2000-2001 Third Watch Brooke 9 þættir
2000-2001 Soul Food Josefina Alicante 5 þættir
2005 George Lopez Linda Lorenzo#2 2 þættir
2005 Modern Girl´s Guide to Life Talent 5 þættir
1993-2010 All My Children Dr. Maria Santos Grey 92 þættir
2005-2012 CSI: Miami Natalia Boa Vista 153 þættir
2012 Help for the Holidays Sara Vancamp Sjónvarpsmynd
Í eftirvinnslu

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

ALMA-verðlaunin

Daytime Emmy-verðlaunin

  • 2004: Tilnefnd fyrir besta lagið í All My Children ásamt Clay Ostwald og Jorge Casas.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir All My Children.

Gracie Allen-verðlaunin

  • 2004: Verðlaun sem besta leikkona í dag-dramaseríu fyrir All My Children.

Image-verðlaunin

  • 2003: Tilnefnd sem besta leikkona í dag-dramaseríu fyrir All My Children.

Imagen Foundation-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir CSI: Miami.

Soap Opera Digest-verðlaunin