Fara í innihald

Einnar nætur gaman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einnar nætur gaman kallast það þegar tveir eða fleiri einstaklingar stunda saman kynlíf í eitt skipti án þess að nokkur ásetningur sé uppi um að stofna til langtímasambands.

Önnur orð sem höfð eru um slíka pörun eru: Skyndikynni (þ.e.a.s. holdleg kynni sem vara stutt), typpatrúlofun (mest notað af karlmönnum) og stundum er talað um að eitthvert samband hafi verið: r.b.b. (ríða, búið, bless[1]). Sé farið lengra aftur í tímann var talað um að gera skyndibrúðkaup til einhverjar konu, og þá átt við að maður sængaði hjá einhverri konu án þess að brúðkaup færi á undan. Oft var þá aðeins um holdlegt samræði að ræða.

  1. http://www.doktor.is/umraedur/spjall_showall.asp?id=105404&id_flokkur=8[óvirkur tengill]
  Þessi kynlífsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.