Fara í innihald

Christian Michelsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christian Michelsen

Peter Christian Hersleb Kjerschow Michelsen (15. mars 185729. júní 1925) var norskur skipajöfur og stjórnmálamaður sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í aðskilnaði Noregs og Svíþjóðar 1905. Hann var forsætisráðherra Noregs frá 1905 til 1907.

Christian Michelsen fæddist inn í ætt kaupsýslumanna í Bergen. Hann tók lögfræðipróf og stofnaði því næst skipafyrirtæki sem við hann var kennt, sem varð eitt það stærsta í Noregi.

Michelsen tók sæti á norska Stórþinginu árið 1891 fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Hann gaf sig lítt að dægurmálum en lagði áherslu á að skapa brýr yfir til Íhaldsflokksins og mynda með því það sem hann kaus að kalla Sambandsflokkinn. Hann varð fjármálaráðherra í stjórn Francis Hagerup og leysti hann síðan af hólmi í marsmánuði 1905. Undir hans stjórn varð aðskilnaður Noregs og Svíþjóðar þetta sama ár.

Þrátt fyrir að vera sjálfur lýðveldissinni komst Michelsen að þeirri niðurstöðu að konungsstjórn væri best til þess fallin að tryggja nýstofnuðu norsku ríki alþjóðlega viðurkenningu. Hann beitti sér því fyrir því að Hákon 7. var krýndur Noregskonungur. Af öðrum markverðum afrekum Michelsen á forsætisráðherrastóli mætti nefna vísi að atvinnuleysisbótum sem komið var á í hans stjórnartíð.


Fyrirrennari:
Francis Hagerup
Forsætisráðherra Noregs
(1905 – 1907)
Eftirmaður:
Jørgen Løvland


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.