Fara í innihald

Benjavalurt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benjavalurt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt: Munablómaætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Valurtir (Symphytum)
Tegund:
Benjavalurt (S. × uplandicum)

Tvínefni
Symphytum × uplandicum
Nyman[1]
Samheiti

Symphytum × coeruleum Petitm. ex Thell.
Symphytum × densiflorum Buckn.
Symphytum × discolor Buckn.
Symphytum × lilacinum (Bucknall)
Symphytum peregrinum auct. non Ledeb.


Benjavalurt[2] (fræðiheiti: Symphytum × uplandicum[3]) er fjölær jurt af munablómaætt, ættuð frá Evrasíu. Hún ber fjólublá til himinblá blóm í margblóma kvíslskúf. Öll jurtin er bursthærð. Blöðin stór, hjartalaga. Hún er algengur blendingur valurtar og burstavalurtar og myndast náttúrulega í Kákasus þar sem útbreiðsla móðurtegundanna mætist, en aðallega í görðum þar sem báðar eru ræktaðar.

Benjavalurt er talin góð fóðurplanta fyrir býflugur.[4] Einnig er hún ræktuð sem lækningaplanta[5] eins og móðurtegundirnar, svo og sem fóðurplanta og til að bæta jarðvegsástand.

Hún er harðgerð og hefur reynst vel í görðum hérlendis.

Afbrigðið "Bocking #14"

Þekktustu ræktunarafbrigðin "Bocking No. 4" og "Bocking No. 14" frá HDRA (Henry Doubleday Research Association), sem og "Harras"[6] sem er fyrsta afbrigðið án pyrrolizidine alkólíóða sem hafa verið bendlaðir við lifrarskemmdir.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Nym. (1855) , In: Syll. 80
  2. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 1. apríl 2024.
  3. „Symphytum × uplandicum Nyman | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 1. apríl 2024.
  4. „Which flowers are the best source of nectar?“. Conservation Grade. 15. október 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2019. Sótt 18. október 2017.
  5. „Trauma-Beinwell (lat. Symphytum x uplandicum Nyman)“. ratgeber heilpflanzen medizin.de (þýska). Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2013. Sótt 22. febrúar 2012.
  6. Schmidt(?), 2008: High-performance cultivar ’Harras’ as a contribution to quality, efficacy and safety of comfrey (Symphytum × uplandicum Nyman), in: Zeitschrift für Arznei- & Gewürzpflanzen (journal of medicinal and spice plants), Erling Verlag
  7. „FDA/CFSAN – FDA Advises Dietary Supplement Manufacturers to Remove Comfrey Products From the Market“. Food and Drug Administration (enska). Sótt 1. júní 2007.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.