Beitiás
Útlit
- Beitiás er líka stundum notað yfir bómu.
Beitiás er stillanleg laus rá til að halda kulborðshorni (hálsi) á skautasegli úti. Annar endi beitiássins er festur neðarlega á mastrið og hinn endinn í hálsinn. Með því móti er hægt að stilla bæði kulborðshornið (hálsinn) og bakborðshornið (klóna). Þegar beitiás er ekki til staðar þarf hins vegar að festa hálsinn við borðstokkinn að framanverðu þegar sigldur er hliðarvindur eða beitivindur.
Á nútímaseglskipum með langsegl er beitiás notaður til að halda kulborðsskauti belgsegls úti.