Beitar Jerúsalem F.C.
מועדון כדורגל בית"ר ירושלים (Knattspyrnufélagið Beitar Jerúsalem) | |||
Fullt nafn | מועדון כדורגל בית"ר ירושלים (Knattspyrnufélagið Beitar Jerúsalem) | ||
Gælunafn/nöfn | Lið landsins, Ljón Höfuðborgarinnar | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Beitar | ||
Stofnað | 1936 | ||
Leikvöllur | Teddy Stadium, Jerúsalem | ||
Stærð | 31,733 | ||
Stjórnarformaður | Eli Ohana | ||
Knattspyrnustjóri | Ronny Levy | ||
Deild | Ísraelska úrvalsdeildin | ||
2023-24 | 11. sæti | ||
|
Beitar Jerusalem Football Club (Hebreska: מועדון כדורגל בית"ר ירושלים; Moadon Kaduregel Beitar Yerushalayim), almennt þekkt sem Beitar Jerúsalem, eða Beitar, er ísraelskt atvinnumannalið í knattspyrnu með aðsetur í Jerúsalem, sem leikur í ísraelsku úrvalsdeildinni. Félagið var stofnað árið 1936 af Shmuel Kirschstein og David Horn og spila heimaleiki sína á Teddy Stadium.
Innanlands hefur Beitar unnið sjö úrvalsdeildartitla, átta bikarmeistara titla og tvo deildarbikara.
Eignarhald
[breyta | breyta frumkóða]Arcadi Gaydamak
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2005 keypti milljarðamæringurinn Arcadi Gaydamak knattspyrnuliðið af hópi aðdáenda og kaupsýslumanna sem höfðu tekið við stjórninni eftir að félagið varð gjaldþrota árið 2001. Að sögn eftirlitsmanna ætlaði hann að setja fjármagn í liðið til þess að kaupa sér vinsældir í borgarstjórakosningunum í Jerúsalem árið 2008. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu í liðinu fékk Gaydamak aðeins 3,5% atkvæða. Vegna kreppunnar á þeim tíma og gremju vegna vaxandi valda La Familia, hörðustu stuðningsmanna Beitar, ákvað Gaydamak að hætta fjármögnun liðsins.
Gaydamak reyndi að selja félagið næstu ár, en enginn kaupandi fannst. Á sama tíma stóð Gaydamak í dómsmálum sem varð til þess að Beitar lenti í miklum fjárhagsvandræðum.
Guma Aguiar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2009 fjárfesti auðmaður að nafni Guma Aguiar 4 milljónir dollara í Beitar í þeirri von að taka félagið yfir. Honum var tekið fagnandi af aðdáendum sem voru þeir verulega svekktir yfir stöðu liðsins eftir tímann sem Gaydamak átti liðið.
Eftir nokkra mánaði var skrýtin hegðun Aguiars þó farin að vekja athygli. Til dæmis sagði Aguiar við blaðamenn að hann hefði farið til Gaza og hitt Gilad Shalit, sem var ísraelskur hermaður í haldi Hamassamtakanna. Aguiar sýndi einnig myndir af sér með Shalit til að sanna það sem hann hafði gert.
Fljótlega komu þó upp ásakanir um að atvikið hefði verið sviðsett.
Stuttu síðar vistaði fjölskylda Aguiar hann á geðveikrahæli í Tel Aviv og tveimur árum seinna hvarf Aguiar þegar hann var á siglingu í snekkju sinni og hefur aldrei sést síðan. Vangaveltur eru um örlög hans en dánarvottorð Aguiar var gefið út árið 2015.[1]
Aðdáendur
[breyta | breyta frumkóða]Aðdáendur Beitar hafa orðið mjög umdeildir fyrir að bera pólitískt tákn á leikjum sínum, óopinber í takt við Síonistahreyfinguna og við hægri væng Likud-flokksins. Félagið er ennþá það eina ísraelska úrvalsdeildinni sem hefur aldrei skrifað undir arabískan leikmann. og aðdáendurnir urðu frægir fyrir rasisma sinn „Dauði til Araba“ . Í janúar 2019 fagnaði félagið hins vegar fyrsta ári sínu án nokkurra tilvika um skipulagða kynþáttafordóma sem sögð voru frá stúkunni.
Tímabilið 2012-2013
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2012 var Gaydamak orðinn vonsvikinn vegna þess að liðið hafi ekki keypt honum vinsældir og reyndi hann að losa sig við það. Fyrir tímabilið 2012-2013 ákvað hann að fara með liðið til Tsjetsjníu í þeim tilgangi að búa til viðskiptasambönd. Stuttu seinna tilkynnti Gaydamak að hann hafi samið við tvo unga tjetneska leikmenn, þá Gabriel Kadiev og Zaur Sadayev. Leikmennirnir voru báðir múslimar.
Aðdáendur liðsins voru mjög óánægðir með komu Sadayevs og Kadiyevs og fremstir í flokki mótmæla voru La Familia. Sýndu þeir mikið kynþáttahatur því þeir vildu ekki að múslimar spiluðu fyrir liðið. Í leikjum og á æfingum hrópuðu þeir kynþáttaníð að leikmönnunum og náðu mótmælin hámarki þann 8. febrúar árið 2013 þegar kveikt var í skrifstofu liðsins í höfuðborginni. Að sögn slökkviliðsins kviknaði eldurinn líklega vegna mólótovkokteils sem kastað var inn á skrifstofu Beitar. Engin slys urðu á fólki en hins vegar urðu skemmdir á byggingunni og safni liðsins. Mótmælunum lauk í lok tímabilsins þegar Sadayev og Kadiev yfirgáfu herbúðir félagsins sem var ákveðinn sigur fyrir La Familia.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Amy Spiro (Júlí 2022). „Paying the penalties: The stranger-than-fiction rise and fall of Beitar Jerusalem“. The Times of Israel. Sótt Apríl 2024.
- ↑ Futbolgrad (25. febrúar 2016). „Beitar Jerusalem - The History Behind the Chechen Affair“. Futbolgrad (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 22. apríl 2024. Sótt 22. apríl 2024.