Fara í innihald

Andy Cole

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andrew Alexander Cole eða Andy Cole eins og hann er oftast kallaður (fæddur í 15. október 1971 í Nottingham) er Enskur fyrrum knattspyrnumaður, hann er þekktastur fyrir afrek sín með Manchester United og Newcastle, þó hann hafi spilað fyrir fleiri lið á ferlinum ásamt því að hafa spilað 15 landsleiki fyrir Enska landsliðið.

Andy Cole gefur eiginhandaráritun fyrir utan heimavöll Manchester City í október árið 2005.

Newcastle 1993-1995

[breyta | breyta frumkóða]

Andy Cole var keyptur til Newcastle af Kevin Keegan sem þá var knattspyrnustjóri félagsins. Þá var liðið í fyrstu deild og var honum ætlað að hjálpa félaginu að komast aftur í deild þeirra bestu. Það tókst, og á fyrsta ári í úrvalsdeild tókst þeim að ná 3.sæti. Hann var síðan seldur til Manchester United fyrir milljónir punda. Hann spilaði 70 leiki fyrir Newcastle og skoraði all 55 mörk á tíma sínum þar.

Manchester United 1995-2001

[breyta | breyta frumkóða]

Hjá Manchester United spilaði hann opnunarleik sinn í 1-0 sigri á Aston Villa á Old Trafford. Sama ár unnu þeir deildina á ævintýralegan hátt eftir kapphlaup við Newcastle. 1998/99 er þó hans frægasta ár með félaginu, það ár unnu þeir þrennuna þ.e Meistaradeild Evrópu, Bikarkeppnina og Premier League. Á tíma sínum hjá Manchester United lék Andy Cole 195 leiki og skoraði 93 mörk. Samstarf hans og Dwight Yorke í framlínunni var heimsþekkt, enda náðu þeir einstaklega vel saman.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]