Andefni
Útlit
Andefni er andstaða efnis, þ.e. samsett úr andeindum samsvarandi öreinda efnisins. Það hefur ekki fundist á jörðinni, því efni og andefni eyða hvort öðru samstundis ef þau komast í snertingu og mynda öfluga gammageisla. Andeindir finnast í dálitlu magni í geimnum, t.d. í geimgeislum og þær myndast einnig í eindahröðlum. Sérhver rafhlaðin öreind á sér andeind með sama massa, en gagnstæða hleðslu, t.d. er jáeind andeind rafeindarinnar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Andefni.