Alan Alda
Alan Alda | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Alphonso Joseph D´Abruzzo 28. janúar 1936 |
Ár virkur | 1958 - |
Helstu hlutverk | |
Kaptein Benjamin Franklin Pierce í MASH Arnold Vinick í The West Wing |
Alan Alda (fæddur Alphonso Joseph D´Abruzzo 28. janúar 1936) er bandarískur leikari, rithöfundur, leikstjóri og handritshöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í MASH og The West Wing.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Alda fæddist í New York-borg og er af ítölskum og írskum uppruna.[1]
Árið 1956, útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í ensku frá Fordham College við Fordham-háskóla í Bronx hverfinu í New York-borg. Á meðan hann var nemandi þá starfaði hann við útvarpsstöðina WFUV. Alda stundaði nám við Sorbonne háskólann á fyrstu háskólaárum sínum, ásamt því að leika í leikriti í Róm og leika á móti föður sínum í sjónvarpi í Amsterdam.
Eftir útskrift þá gerðist hann meðlimur varaliðs Bandaríkjahers og var sex mánuði sem stórskotaliðsmaður.[2]
Er gestaprófessor við Ríkisháskólann New York í Stony Brook fjölmiðlaskólann og er meðlimur ráðgjafaráðs "The Center for Communicating Science".[3]
Alda hefur verið giftur Arlene Weiss síðan 1957 og saman eiga þau þrjár dætur.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Rithöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2005 gaf Alda út ævisöguna Never Have Your Dog Stuffed: and Other Things I've Learned. Síðan árið 2007 gaf hann út aðra ævisögu Things I Overheard While Talking to Myself.
Alda talaði inn á hljóðbókina World War Z eftir Max Brook árið 2006, þar sem hann talaði fyrir Arthur Sinclair Jr.
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Alda byrjaði leiklistarferil sinn um miðjan sjötta áratuginn sem meðlimur Compass Players leikhússins. Fyrsta leikritið sem hann leikur á Broadway er Only in America[4]. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum og söngleikjum á borð við Fair Game for Lovers, The Apple Tree, QED, Glengarry Glen Ross og A Whisper in God´s Ear.
Leikstjórn
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta leikstjóraverk Alda var sjónvarpsmyndin 6 Rms Riv Vu árið 1974. Leikstýrði hann svo kvikmyndunum The Four Seasons og Betsy´s Wedding. Frá 1974-1983 þá leikstýrði Alda 31 þætti af læknaherþættinum MASH.
Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta handritshöfundaverk Alda var þátturinn We´ll Get By árið 1975. Skrifaði hann handritið að kvikmyndunum The Four Seasons, A New Life og Betsy´s Wedding. Frá 1973-1983 skrifaði Alda 19 þætti að læknahersþættinum MASH.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Alda var árið 1958 í The Phil Silvers Show. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við The Nurses, East Side/West Side, Coronet Blue og í sjónvarpsmyndunum Story Theatre, The Glass House og Isn´t It Shocking.
Árið 1972 var honum boðið hlutverk Kapteins Benjamin Franklin Pierce í læknaherþættinum MASH sem hann lék til ársins 1983. Að auki að leika í þættinum þá leikstýrði og skrifaði hann handritið að nokkrum þáttum. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, 30 Rock og The Big C.
Frá 2004-2006 lék hann öldungardeildarþingmanninn og forsetaefni Repúblikanaflokksins, Arnold Vinick í The West Wing. Alda hafði verið skoðaður sem hugsanlegur kandídat fyrir hlutverk forsetans á þeim tíma sem þátturinn var að hefja framleiðslu.[5]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Alda var árið 1963 í Gone Are the Days! . Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Jenny, Same Time Next Year, The Four Seasons, Manhattan Murder Mystery, Everyone Says I Love You, What Women Want, The Aviator og Flash of Genius.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1963 | Gone Are the Days! | Charlie Cothcipee | |
1968 | Paper Lion | George Plimton | |
1969 | The Extraordinary Seaman | Lt. (j.g.) Morton Krim | |
1970 | Jenny | Delano | |
1970 | The Moonshine War | John W. (Son) Martin | |
1971 | The Mephisto Waltz | Myles Clarkson | |
1972 | To Kill a Clown | Maj. Evelyn Ritchie | |
1978 | Same Time, Next Year | George Peters | |
1978 | California Suite | Bill Warren | |
1979 | The Seduction of Joe Tynan | Joe Tynan | |
1981 | The Four Seasons | Jack Burroughs | |
1986 | Sweet Liberty | Michaels Burgess | |
1988 | A New Life | Steve Giardino | |
1989 | Crimes and Misdemeanors | Lester | |
1990 | Betsy´s Wedding | Eddie Hopper | |
1992 | Whispers in the Dark | Leo Green | |
1993 | Manhattan Murder Mystery | Ted | |
1995 | Canadian Bacon | Forseti Bandaríkjanna | |
1996 | Flirting with Disaster | Richard Schlichting | |
1996 | Everyone Says I Love You | Bob | |
1997 | Murder at 1600 | Jordan | |
1997 | Mad City | Kevin Hollander | |
1998 | The Object of My Affection | Sidney Miller | |
2000 | What Women Want | Dan Wanamaker | |
2004 | The Aviator | Öldungarþingmaðurinn Owen Brewster | |
2007 | Resurrecting the Champ | Ralph Metz | |
2008 | Diminshed Capacity | Frændinn Rollie Zerbs | |
2008 | Flash of Genius | Gregory Lawson | |
2008 | Nothing But the Truth | Albert Burnside | |
2011 | Tower Heist | Arthur Shaw | |
2012 | Wanderlust | Carvin | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1958 | The Phil Silvers Show | Carlyle Thompson III | Þáttur: Bilko the art Lover |
1962 | Naked City | Ungt ljóðskáld | Þáttur: Hold for Gloria Christmas |
1963 | The Nurses | Dr. John Griffin | 2 þættir |
1963 | Route 66 | Dr. Glazer | Þáttur: Soda Pop and Paper Flags |
1963 | East Side/West Side | Freddie Wilcox | Þáttur: The Sinner |
1965 | The Trials of O´Brien | Nick Staphos | Þáttur: Picture Me a Murder |
1966 | Where´s Everett | Arnold Barker | Sjónvarpsmynd |
1967 | Coronet Blue | Clay | Þáttur: Six Months to Mars |
1968 | Premiere | Frank St. John | Þáttur: Higher and Higher |
1971 | Story Theatre | ónefnt hlutverk | Sjónvarpssería |
1972 | Class of ´55 | Peter | Sjónvarpsmynd |
1972 | The Glass House | Jonathon Paige | Sjónvarpsmynd |
1972 | Playmates | Marshall Barnett | Sjónvarpsmynd |
1973 | Isn´t It Shocking | Dan | Sjónvarpsmynd |
1974 | 6 Rms Riv Vu | Paul Friedman | Sjónvarpsmynd |
1977 | Kill Me If You Can | Caryl W. Chessman | Sjónvarpsmynd |
1972-1983 | MASH | Kapteinn Benjamin Franklin Pierce | 251 þáttur |
1984 | The Four Seasons | Jack Burroughs | Þáttur: Pilot Part 1 |
1993 | And the Band Played On | Dr. Robert Gallo | Sjónvarpsmynd |
1994 | White Mile | Dan Cutler | Sjónvarpsmynd |
1996 | Jake´s Women | Jake | Sjónvarpsmynd |
1999 | ER | Dr. Gabriel Lawrence | Þáttur: Humpty Dumpty |
2001 | Club Land | Willie Walters | Sjónvarpsmynd |
2001 | The Killing Yard | Ernie Goodman | Sjónvarpsmynd |
2004-2006 | The West Wing | Öldungardeildarþingmaðurinn Arnold Vinick | 27 þættir |
2009-2010 | 30 Rock | Milton Greene | 3 þættir |
2011-2012 | The Big C | Dr. Atticus Sherman | 4 þættir |
Leikstjóri
[breyta | breyta frumkóða]- 1990: Betsy´s Wedding
- 1988: A New Life
- 1986: Sweet Liberty
- 1974-1983: MASH (31 þættir)
- 1981: The Four Seasons
- 1976: Hickey (sjónvarpsmynd)
- 1974: 6 Rms Riv Vu (sjónvarpsmynd)
Handritshöfundur
[breyta | breyta frumkóða]- 2002: MASH: 30th Anniversary Reunion (sjónvarpsmynd – óskráður)
- 1990: Betsy´s Wedding
- 1988: A New Life
- 1986: Sweet Liberty
- 1984: The Four Seasons (4 þættir)
- 1973-1983: MASH (19 þættir)
- 1981: The Four Seasons
- 1979: The Seduction of Joe Tynan
- 1979: Hickey (sjónvarpsmynd – höfundur)
- 1975: We´ll Get By (2 þættir)
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Academy Awards verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.
American Movie verðlaunin
- 1982: Verðlaun sem uppáhalds karlstjarnan.
- 1982: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Four Seasons.
- 1980: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Seduction of Joe Tynan.
BAFTA verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.
- 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misdemeanors.
Bodil verðlaunin
- 1982: Verðlaun fyrir bestu kvikmynd utan Evrópu fyrir The Four Seasons.
Directors Guild of America verðlaunin
- 1983: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s a Will, There´s a War ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
- 1982: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Life You Save, The ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
- 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comrades in Arms, Parts 1 and 2 ásamt Burt Metcalfe fyrir MASH.
- 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund ásamt Ted Butcher, David Hawkes og Lisa Hallas-Gottlieb fyrir MASH.
Drama Desk verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.
Golden Apple verðlaunin
- 1979: Verðlaun sem karlstjarna ársins.
- 1974: Verðlaun sem karlstjarna ársins.
Golden Globe verðlaunin
- 1995: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir White Mile.
- 1983: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1982: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1982: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir The Four Seasons.
- 1982: Tilnefndur fyrir besta kvikmyndahandritið fyrir The Four Seasons.
- 1981: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1980: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir Same Time, Next Year.
- 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1976: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1975: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1974: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1973: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
- 1969: Tilnefndur sem upprennandi karlleikari fyrir Paper Lion.
Hasty Pudding Theatricals verðlaunin
- 1980: Verðlaun sem leikari ársins.
Humanitas verðlaunin
- 1980: Verðlaun í 30 mín flokknum fyrir MASH.
- 1977: Tilnefndur í 30 mín flokknum fyrir þáttinn Dear Sigmund fyrir MASH.
National Board of Review verðlaunin
- 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.
New York Film Critics Circle verðlaunin
- 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.
People´s Choice verðlaunin
- 1982: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
- 1981: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
- 1981: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
- 1980: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
- 1980: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
- 1979: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
- 1975: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi, ásamt Telly Savalas.
Primetime Emmy verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í gamanseríu fyrir 30 Rock.
- 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða kvikmynd fyrir Club Land.
- 2000: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir ER.
- 1994: Tilnenfndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir And the Band Played On.
- 1983: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Goodbye,Farewell and Amen í MASH.
- 1983: Tilnenfndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1982: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s Will, There´s a War í MASH.
- 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Follies of the Living – Concerns of the Dead í MASH.
- 1981: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Life You Save í MASH.
- 1981: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1980: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dreams í MASH.
- 1980: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1979: Verðlaun fyrir besta sjónvarpshandrit í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Inga í MASH.
- 1979: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Dear Sis í MASH.
- 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comradees in Arms, Part 1 ásamt Burt Metcalfe í MASH.
- 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama/gamansérþætti fyrir Kill Me If You Can.
- 1978: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Fallen Idol í MASH.
- 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
- 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1977: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
- 1976: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Kids í MASH.
- 1976: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1975: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Bulletin Board í MASH.
- 1975: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1974: Verðlaun sem leikari ársins fyrir MASH.
- 1974: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
- 1974: Tilnefndur sem besti leikari í drama fyrir 6 Rms Riv Vu.
- 1973: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í gamanseríu fyrir MASH.
Razzie verðlaunin
- 1993: Tilnefndur sem versti leikari í aukahlutverki fyrir Whispers in the Dark.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Aviator.
- 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd/míniseríu fyrir Club Land.
Theatre World verðlaunin
- 1964: Verðlaun sem besti leikari fyrir Fair Game for Lovers.
Tony verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.
- 1992: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Jake´s Women.
- 1967: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir The Apple Tree.
TV Land verðlaunin
- 2009: Verðlaun fyrir MASH ásamt Allan Arbus, William Christopher, Larry Gelbart, Mike Farrell, Jeff Maxwell, Burt Metcalfe, Gene Reynolds, David Ogden Stiers, Loretta Swit og Kellye Nakahara.
- 2003: Verðlaun sem klassíski sjónvarpslæknir ársins fyrir þáttinn Dr. Hawkeye Pierce.
Television Critics Association verðlaunin
- 2006: Tilnefndur fyrir framúrskarandi einstaklings afrek í dramaseríu fyrir The West Wing.
Writers Guild of America verðlaunin
- 2000: Valentine Davies verðlaunin.
- 1982: Tilnefndur fyrir besta gaman-sjónvarpshandritið fyrir The Four Seasons.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Berk, Philip (11. desember 1998). „A question of roots“. The Jerusalem Post. Afrit af upprunalegu geymt þann nóvember 5, 2012. Sótt 10. desember 2007.
- ↑ „Military People : Alan Alda“. militaryhub.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2012. Sótt 16. nóvember 2012. „After graduation, Alda joined the U.S. Army Reserve and served a six-month tour of duty in Korea.“
- ↑ „Alan Alda Joins SOJ Faculty“. December 14, 2010. SUNY Stony Brook School of Journalism. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 október 2012. Sótt 4. mars 2012.
- ↑ Alan Alda á Internet Broadway Database síðunni
- ↑ Bob Sassone. „A look back at The West Wing: Entertainment Weekly in 60 seconds“ Geymt 29 október 2020 í Wayback Machine tvsquad.com. 7. maí 2006. Skoðað 19. maí 2006.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Alan Alda“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2012.
- Alan Alda á IMDb
- Alan Alda á Internet Broadway Database síðunni
- Alan Alda á Internet Off-Broadway Database síðunni Geymt 11 október 2012 í Wayback Machine