Fara í innihald

Að breyttu breytanda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Að breyttu breytanda (latína: mutatis mutandis) er fast orðasamband sem þýðir: að gerðum nauðsynlegum breytingum, eða m.ö.o. að breyttu því sem breyta þarf. Orðasambandið vísar til þess er notuð er kennisetning eða meginregla sem þarfnast breytinga til að geta samsvarað nýjum reglum eða staðreyndum. Orðasambandið er liðfellt, þ.e. undanskilið er eitthvert nafnorð, t.d. að breyttu breytanda máli/atriði... og stendur breytanda sem hliðstætt lýsingarorð í hvorugkyni, eintölu, þágufalli. Orðasambandið er oft notað í rituðu máli til að forðast endurtekningar, og sést í lagamáli [1] og heimspeki.

Orðasambandið er þó oft notað í hvunndagslegri textum. Hér er t.d. notkunardæmi af hendi Halldórs Laxness á orðasambandinu:

[Íslenska] skáldskapastefnan frá þjóðhátíðinni 1874 er að breyttu breytanda dönsk ljóðlist sem átti uppruna sinn í missi Slésvíkur tíu árum á undan. [heimild vantar]

Hér er átt við að „að því breyttu sem breyta þurfti“, þá hafi það sem kveðið var á íslensku á árunum kringum þjóðhátíðina verið dönsk ljóðlist, og það sem munaði var að íslensku kvæðin voru á íslensku og kveðin af Íslendingum...

Varast ber villuna: Að breyttum breytanda, sem stundum sést, en hún kemur fyrir af því menn átta sig ekki á því að „breytanda“ er gömul hvorugkynsmynd.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stjórnartíðindi.is
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.