3. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
3. apríl er 93. dagur ársins (94. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 272 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1367 - Orrustan við Nájera: Pétur Kastilíukonungur komst aftur í hásætið með aðstoð Játvarðar svarta prins og herliðs hans,
- 1631 - Svíar lögðu Frankfurt an der Oder undir sig.
- 1647 - Bréf frá New Model Army þar sem töfum á launagreiðslum er mótmælt, var lesið upp í enska þinginu.
- 1657 - Oliver Cromwell tók sér titilinn Lávarður samveldis Englands, Skotlands og Írlands.
- 1882 - Landshöfðingi tilkynnti að stofnuð yrði geymsla fyrir skjalasöfn æðstu embætta. Það varð grunnurinn að Þjóðskjalasafni Íslands.
- 1882 - Jesse James, útlagi í villta vestrinu, var skotinn í bakið og drepinn.
- 1920 - Millilandaskipið Ísland var sett í sóttkví við komuna til Reykjavíkur vegna inflúensu um borð.
- 1922 - Jósef Stalín var útnefndur aðalritari sovéska kommúnistaflokksins.
- 1948 - Harry S Truman, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir Marshall-áætlunina.
- 1968 - Martin Luther King yngri hélt fræga ræðu.
- 1968 - Bandaríska kvikmyndin Apaplánetan var frumsýnd.
- 1969 - Hungurvaka var haldin í tvo sólarhringa í Menntaskólanum í Reykjavík til þess að vekja athygli á hungri í heiminum.
- 1971 - Mónakó sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Un banc, un arbre, une rue“ sem franska söngkonan Séverine söng.
- 1973 - Motorola sýndi í fyrsta sinn farsíma sem gat hringt í gegnum farsímakerfi.
- 1974 - Alþingi lýsti Surtsey friðland.
- 1975 - Bobby Fischer neitaði að heyja heimsmeistaraeinvígi við Anatolíj Karpov, og varð Karpov þar með heimsmeistari.
- 1976 - Breska hljómsveitin Brotherhood of Man sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Save Your Kisses for Me“.
- 1977 - Fyrsta geimgreftrunin fór fram þegar aska Gene Roddenberry var flutt út í geim með geimskutlu.
- 1984 - Banni við hundahaldi var aflétt í Reykjavík, en það hafði staðið síðan 1. september 1971.
- 1986 - IBM sýndi fyrstu kjöltutölvu fyrirtækisins, IBM Portable Personal Computer.
- 1986 - Bresku barnaþættirnir Tuskubrúðurnar hófu göngu sína á ITV.
- 1991 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 687 þar sem Írak var gert að afvopnast og eyða öllum efna- og lífefnavopnum sínum.
- 1995 - Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins var stofnuð af Boris Jeltsín þáverandi forseta Rússlands.
- 1996 - Theodore Kaczynski, betur þekktur sem Unabomber var handtekinn í fjallakofa í Montana.
- 1996 - Boeing 737-herflugvél rakst á fjall norðan við Ragusa í Króatíu. Allir um borð, 35 talsins, létust, þar á meðal viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Ron Brown.
- 1996 - Tútsar hófu fjöldamorð á hútúum í Búrúndí.
- 1997 - Thalit-fjöldamorðin: Allir íbúar Thalit í Alsír nema einn voru myrtir af skæruliðum.
- 2000 - Bandaríkin gegn Microsoft: Tölvufyrirtækið Microsoft var sótt til saka vegna ásakana um samkeppnishamlandi aðgerðir.
- 2001 - Fyrstu tveggja hæða strætisvagnarnir hófu að ganga í Kaupmannahöfn.
- 2003 - Serbía og Svartfjallaland varð aðili að Evrópuráðinu.
- 2003 - Risasmokkfiskur veiddist í Rosshafi.
- 2003 - Íraksstríðið: Bandaríkjaher lagði alþjóðaflugvöllinn í Bagdad undir sig.
- 2005 - Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður.
- 2006 - Thaksin Shinawatra sigraði mjög umdeildar þingkosningar í Taílandi þar sem stjórnarandstaðan hvatti fólk til að sniðganga kosningarnar.
- 2007 - Franska háhraðalestin TGV náði 574,8 km/klst hraða og setti þannig hraðamet hefðbundinna járnbrautarlesta.
- 2008 - Fyrrum forsætisráðherra Kosóvó, Ramush Haradinaj, var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi gegn serbneskum íbúum Kosóvó fyrir Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu. Mörg vitni gegn honum höfðu verið myrt eða horfið í aðdraganda réttarhaldanna.
- 2009 - L-listinn dró framboð sitt til Alþingis til baka.
- 2010 - Apple Inc setti iPad á markað.
- 2011 - Fyrsta Druslugangan var farin í Toronto í Kanada.
- 2016 - Fréttir birtust um Panamaskjölin í fjölmiðlum um allan heim. Skjölin voru gefin út af blaðamannasamtökunum International Consortium of Investigative Journalists.
- 2017 - Hryðjuverkaárásin í Sankti Pétursborg 2017: 16 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Sankti Pétursborg í Rússlandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1245 - Filippus 3., konungur Frakklands (d. 1285).
- 1366 - Hinrik 4. Englandskonungur (d. 1413).
- 1683 - Mark Catesby, enskur náttúrufræðingur (d. 1749).
- 1693 - George Edwards, enskur náttúrufræðingur (d. 1773).
- 1783 - Washington Irving, bandarískur rithöfundur (d. 1859).
- 1829 - Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen, eiginkona Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara (d. 1895).
- 1881 - Alcide De Gasperi, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1954).
- 1901 - Eric Voegelin, þýskur hagfræðingur (d. 1985).
- 1922 - Doris Day, bandarísk leikkona (d. 2019).
- 1924 - Marlon Brando, bandarískur leikari (d. 2004).
- 1926 - Jón hlaupari, íslenskur frjálsíþróttamaður (d. 2016).
- 1929 - Poul Schlüter, forsætisráðherra Danmerkur.
- 1930 - Helmut Kohl, kanslari Þýskalands (d. 2017).
- 1934 - Jane Goodall, breskur dýrafræðingur.
- 1949 - Anthony C. Grayling, breskur heimspekingur.
- 1957 - Yves Chaland, franskur myndasöguhöfundur.
- 1958 - Alec Baldwin, bandarískur leikari.
- 1960 - Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu.
- 1961 - Eddie Murphy, bandarískur leikari.
- 1965 - Katsumi Oenoki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Jamie Hewlett, breskur myndasöguhöfundur.
- 1970 - Donald-Olivier Sié, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 1971 - Robert da Silva Almeida, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Shireen Abu Akleh, palestínsk blaðakona (d. 2022).
- 1976 - Drew Shirley, bandarískur tónlistarmaður (Switchfoot).
- 1977 - Alen Avdić, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1982 - Cobie Smulders, kanadísk leikkona.
- 1986 - Amanda Bynes, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 963 - Vilhjálmur 3. hertogi af Akvitaníu.
- 1287 - Honóríus 4. páfi.
- 1350 - Ottó 4., hertogi af Búrgund (f. 1295).
- 1658 - Ólafur Jónsson, íslenskur prestur (f. 1570).
- 1682 - Bartolomé Esteban Murillo, spænskur listmálari (f. 1618).
- 1882 - Jesse James, útlagi í villta vestrinu (f. 1847).
- 1897 - Johannes Brahms, þýskt tónskáld (f. 1833).
- 1917 - Magnús Stephensen, íslenskur landshöfðingi (f. 1836).
- 1974 - Guðmundur Böðvarsson, íslenskt skáld (f. 1904).
- 1991 - Graham Greene, enskur rithöfundur (f. 1994).
- 1994 - Jérôme Lejeune, franskur erfðafræðingur (f. 1926).
- 2009 - Ingólfur Guðbrandsson, íslenskur ferðamálafrömuður (f. 1923).
- 2010 - Eugene Terre'Blanche, suðurafrískur nýfasisti (f. 1941).
- 2013 - Ruth Prawer Jhabvala, þýskur rithöfundur (f. 1927).