28. október
Útlit
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
28. október er 301. dagur ársins (302. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 64 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 306 - Maxentíus varð keisari Rómar.
- 939 - Játmundur stófenglegi var krýndur konungur Englands.
- 1061 - Honoríus 2. andpáfi var skipaður.
- 1134 - Magnús Einarsson var vígður biskup í Skálholti af Össuri erkibiskupi í Lundi.
- 1241 - Goffredo Castiglioni varð Selestínus 4. páfi.
- 1216 - Hinrik 3. varð Englandskonungur.
- 1441 - Evgeníus 4. páfi skipaði Gerrek Lundikin, þýskan prest frá Björgvin, ábóta í Viðeyjarklaustri. Hann kom þó aldrei til landsins.
- 1449 - Kristján 1. var krýndur konungur Danmerkur.
- 1492 - Kólumbus kom til Kúbu.
- 1524 - Fransisco Hernandez de Cordoba stofnaði Granada í Níkaragva. Það er elsta spænska borgin á meginlandi Ameríku.
- 1533 - Hinrik 2. Frakkakonungur giftist Katrínu af Medici.
- 1538 - Háskólinn í Santo Domingo, fyrsti háskóli í Vesturheimi, var stofnaður.
- 1601 - Rúdolf 2. keisari keypti öll stjörnuskoðunartæki Tycho Brahe af Kirsten ekkju hans.
- 1609 - Svíar unnu sigur á her falska Dímítríjs 2. í orrustunni við Troitsko.
- 1618 - Ævintýramaðurinn sir Walter Raleigh var hálshöggvinn fyrir samsæri gegn Jakobi 1.
- 1628 - Franska húgenottaborgin La Rochelle gafst upp fyrir her konungs eftir fjórtán mánaða umsátur.
- 1643 - Hollenskir sjóræningjar hurfu frá rústum bæjarins Valdivia í Chile.
- 1780 - Reynistaðarbræður Einar og Bjarni lögðu af stað við fimmta mann með fjárrekstur norður yfir Kjöl. Þeir fórust allir á leiðinni.
- 1795 - Þriðja skipting Póllands átti sér stað.
- 1848 - Dómkirkjan í Reykjavík var vígð eftir gagngera endurbyggingu.
- 1868 - Thomas Alva Edison sótti um fyrsta einkaleyfi sitt, vegna kosningavélar sem hann hafði fundið upp.
- 1886 - Frelsisstyttan var afhjúpuð á Liberty Island í New York-borg.
- 1918 - Tékkóslóvakía var stofnuð.
- 1922 - Rómargangan: Benito Mussolini fór til Rómar og tók þar við stjórnarmyndunarumboði frá konungi Ítalíu.
- 1929 - Dow Jones-vísitalan féll um tæp 13%.
- 1940 - Ítalir réðust inn í Grikkland en mættu harðri mótspyrnu.
- 1958 - Angelo Giuseppe Roncalli varð Jóhannes 23. páfi.
- 1962 - Kúbudeilan: Sovétmenn lýstu því yfir að eldflaugar yrðu fjarlægðar frá Kúbu.
- 1971 - Breska þingið samþykkti aðild að Evrópska efnahagsbandalaginu.
- 1971 - Bretland skaut gervihnettinum Prospero X-3 á braut um jörðu með Black Arrow-eldflaug.
- 1972 - Fyrsta flug Airbus A300 fór fram.
- 1977 - Breska hljómsveitin Sex Pistols gaf út hljómplötuna Nevermind the Bollocks: Here's the Sex Pistols.
- 1981 - Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá var tekin í notkun.
- 1981 - Hljómsveitin Metallica var stofnuð í Los Angeles.
- 1982 - Spænski sósíalistaflokkurinn sigraði þingkosningar á Spáni með miklum mun. Felipe González varð forsætisráðherra.
- 1987 - Þáttur Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn, hóf göngu sína í Sjónvarpinu.
- 1995 - 289 létust í eldsvoða í neðanjarðarlestarstöð í Bakú í Aserbaísjan.
- 1998 - Flugmaður Air China, Yuan Bin, rændi farþegaþotu og flaug henni til Taívan.
- 2004 - Samráð olíufélaganna: Samkeppniseftirlitið dæmdi fjögur íslensk olíufélög til hárra sekta.
- 2007 - Vatíkanið blessaði píslarvottana 498 sem voru fórnarlömb trúarofsókna í Spænsku borgarastyrjöldinni.
- 2007 - Cristina Fernández de Kirchner var kjörin forseti Argentínu.
- 2011 - Leiðtogar Samveldisríkjanna samþykktu breytingar á reglum um erfðaröð bresku krúnunnar þannig að dætur og synir stæðu jafnfætis.
- 2013 - Lík 35 flóttamanna sem látist höfðu úr þorsta eftir að bifreið þeirra bilaði fundust í Saharaeyðimörkinni í Níger.
- 2014 - HTML5 varð að formlegum W3C-tilmælum.
- 2017 - Alþingiskosningar fóru fram á Íslandi.
- 2018 - Jair Bolsonaro var kjörinn forseti Brasilíu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1435 - Andrea Della Robbia, ítalskur myndhöggvari (d. 1525).
- 1653 - Georg prins af Danmörku, eiginmaður Önnu Bretadrottningar (d. 1708).
- 1691 - Peder Wessel Tordenskjold (d. 1720), norsk sjóhetja í Norðurlandaófriðnum mikla 1700-1721.
- 1697 - Canaletto (Giovanni Antonio Canal), ítalskur listmálari (d. 1768).
- 1767 - Marie Sophie Frederikke af Hessen-Kassel, drottning Danmerkur, kona Friðriks 6. (d. 1852).
- 1885 - Per Albin Hansson, sænskur stjórnmálamaður (d. 1946).
- 1903 - Evelyn Waugh, enskur rithöfundur (d. 1966).
- 1909 - Francis Bacon, írsk-enskur listmálari (d. 1992).
- 1914 - Jonas Salk, bandarískur veirufræðingur (d. 1995).
- 1923 - Margrét Indriðadóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins (d. 2016).
- 1946 - Wim Jansen, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Þórólfur Guðnason, íslenskur sóttvarnalæknir.
- 1955 - Bill Gates, stofnandi Microsoft.
- 1956 - Mahmoud Ahmadinejad, fyrrum forseti Íran.
- 1957 - Florence Arthaud, frönsk siglingakona (d. 2015).
- 1963 - Lauren Holly, bandarísk leikkona.
- 1964 - Steinn Ármann Magnússon, íslenskur leikari.
- 1967 - Julia Roberts, bandarísk leikkona.
- 1972 - Guðmundur Steingrímsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Joaquin Phoenix, bandarískur leikari.
- 1980 - Alan Smith, enskur knattspyrnumaður.
- 1981 - María Lea Ævarsdóttir, íslenskur kvikmyndaframleiðandi.
- 1982 - Matt Smith, enskur leikari.
- 1984 - Obafemi Martins, nígerískur knattspyrnumaður.
- 1984 - Kári Kristján Kristjánsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1987 - Frank Ocean, bandarískur söngvari.
- 1997 - Tryggvi Hlinason, íslenskur körfuknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1412 - Margrét mikla, drottning Kalmarsambandsins (f. 1353).
- 1521 - Nikulás Þormóðsson, príor í Möðruvallaklaustri (f. um 1440).
- 1627 - Jahangir Mógúlkeisari (f. 1569).
- 1639 - Stefano Landi, ítalskt tónskáld (f. 1587).
- 1646 - William Dobson, enskur listmálari (f. 1610).
- 1674 - Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld (f. 1614).
- 1704 - John Locke, enskur heimspekingur (f. 1632).
- 1708 - Georg prins af Danmörku, eiginmaður Önnu drottningar (f. 1653).
- 1740 - Anna, keisaraynja Rússlands (f. 1693).
- 1752 - Halldór Brynjólfsson, Hólabiskup (f. 1692).
- 1829 - Hans Christoph Diederich Victor von Levetzow, stiftamtmaður á Íslandi (f. 1754).
- 1900 - Max Müller, þýskur fornfræðingur (f. 1823).
- 1929 - Bernhard von Bülow, þýskur stjórnmálamaður (f. 1849).
- 1965 - Sigurður Jónasson, íslenskur stjórnmála- og athafnamaður (f. 1886).
- 2019 - Gunnar Karlsson, sagnfræðingur (f. 1939).