2018
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2018 (MMXVIII í rómverskum tölum) var almennt ár sem byrjaði á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Norsku fylkin Suður-Þrændalög og Norður-Þrændalög voru sameinuð í ein Þrændalög.
- 6. janúar - Olíuflutningaskipið Sanchi lenti í árekstri við flutningaskip með þeim afleiðingum að það kviknaði í því. Skipið rak logandi um Austur-Kínahaf í 8 daga og olli gríðarlegri mengun.
- 13. janúar - Naqeebullah Mehsud var myrtur af lögreglumönnum í Karachi í Pakistan. Morðið leiddi til víðtækra mótmæla gegn því að lögregla dræpi fólk án dóms og laga.
- 20. janúar - Recep Tayyip Erdoğan lýsti yfir að Tyrkland hygðist leggja undir sig héruð í Norður-Sýrlandi í Ólífugreinaraðgerðinni.
- 20. janúar - Bandaríkjastjórn hóf stjórnarverkfall vegna deilna um innflytjendalöggjöf.
- 22. janúar - Stjórn United Silicon í Helguvík óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 22. janúar - George Weah tók við embætti forseta Líberíu.
- 24. janúar - Kínverskir vísindamenn sögðu frá því í tímaritinu Cell að þeim hefði tekist að einrækta apa með líkamsfrumukjarnaflutningi.
- 27. janúar - Talíbanar stóðu fyrir sprengjuárás í Kabúl með bílsprengju í sjúkrabíl. Yfir 100 létust í sprengingunni.
- 28. janúar - Forsetakosningar voru haldnar í Finnlandi. Sauli Niinistö, sitjandi forseti, vann endurkjör í fyrstu umferð með rúm sextíu prósent atkvæða.
- 31. janúar - Tunglmyrkvi átti sér stað en daginn áður var Tunglið ofurmáni vegna nálægðar við jörðu og blámáni (annað fullt tungl í mánuði).
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - SpaceX-geimflaug af gerðinni Falcon Heavy fór í jómfrúarflug sitt frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.
- 9. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 2018 voru settir í Pyeongchang í Suður-Kóreu.
- 11. febrúar - 71 lést þegar Saratov Airlines flug 703 fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu.
- 14. febrúar - Jacob Zuma sagði af sér embætti forseta Suður-Afríku eftir 9 ár í embætti.
- 14. febrúar - Byssumaður hóf skothríð í Marjory Stoneman Douglas High School í Flórída. Hann myrti 17 og særði 17.
- 15. febrúar - Cyril Ramaphosa var sjálfkjörinn forseti Suður-Afríku.
- 18. febrúar - Iran Aseman Airlines flug 3704 hrapaði í Sagrosfjöllum með þeim afleiðingum að allir 65 um borð fórust.
- 19. febrúar - 98 almennir borgarar létust í loftárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í Sýrlandi.
- 24. febrúar - Íslenska aðgerðasinnans Hauks Hilmarssonar var saknað eftir loftárásir Tyrkja á Afrin í Sýrlandi.
- 26. febrúar - Jarðskjálfti sem mældist 7,5 reið yfir Papúu Nýju-Gíneu með þeim afleiðingum að yfir 160 létu lífið.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Rússneski fyrrum leyniþjónustumaðurinn Sergej Skripal varð ásamt dóttur sinni fyrir eitrun vegna taugaeitursins Novitsjok á heimili sínu í Salisbury á Englandi.
- 9. mars - Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þáði boð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, um leiðtogafund til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.
- 11. mars - Ríkisstjórn Kína samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem afnam hámarkstíma leiðtoga í embætti og gerði Xi Jinping að „æviráðnum forseta“.
- 12. mars - US-Bangla Airlines flug 211 hrapaði í Nepal með þeim afleiðingum að 51 fórst.
- 19. mars - Síðasti karlkyns norræni hvíti nashyrningurinn lést í dýragarði í Kenýa. Það með er sú undirtegund ólífvænleg.
- 23. mars - 25 ára gamall Marokkóbúi myrti 4 og særði 15 í röð skotárása í Carcassonne og Trèbes í Frakklandi. Hann var á endanum skotinn til bana af lögreglu.
- 24. mars - March for Our Lives-gangan gegn byssuofbeldi og með strangari skotvopnalöggjöf var haldin um allan heim.
- 25. mars - Flugfélagið Qantas hóf fyrstu beinu flugin án áningar milli Heathrow á Englandi og Perth í Ástralíu með flugvélum af gerðinni Boeing 787 Dreamliner.
- 25. mars - Eldsvoðinn í Kemerovo: 64 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í rússnesku borginni Kemerovo.
- 26. mars - Yfir 100 rússneskir ríkiserindrekar í 20 löndum voru reknir vegna eitrunar Sergej og Juliu Skripal.
- 28. mars - Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fór í opinbera heimsókn til Kína til fundar við Xi Jinping. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór úr landi eftir að hann tók við embætti árið 2011.
- 28. mars - 78 létust í eldsvoða í fangageymslum lögreglustöðvarinnar í Valencia (Venesúela).
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að viðskiptahættir Kínverja ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
- 5. apríl - Handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, eftir að hæstiréttur ákvað að fella niður habeas corpus vegna spillingar.
- 8. apríl - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: 70 voru sagðir hafa látist eftir saríngasárás á bæinn Douma.
- 11. apríl - Flugslysið í Boufarik: 257 fórust þegar Iljúsín IL-76-flugvél hrapaði í Alsír.
- 14. apríl - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar Sýrlandshers vegna saríngasárásanna.
- 18. apríl - Mótmæli gegn breytingum á almannatryggingalögum hófust í Níkaragva. Talið er að 34 hafa fallið fyrir hendi lögreglu í mótmælunum.
- 18. apríl - Kvikmyndahús voru opnuð í Sádi-Arabíu í fyrsta sinn frá 1983. Fyrsta myndin sem sýnd var var Svarti pardusinn.
- 18. apríl - Geimferðastofnun Bandaríkjanna skaut rannsóknargervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite á loft.
- 19. apríl - Raúl Castro lét af embætti sem forseti Kúbu. Miguel Díaz-Canel tók við og varð þar með fyrsti forseti Kúbu í rúm fjörutíu ár sem ekki er af Castro-ætt.
- 23. apríl - Trukkaárásin í Torontó: 10 létust og 16 særðust þegar 25 ára gamall maður ók trukk á hóp fólks í Torontó í Kanada.
- 27. apríl - Kim Jong-un fór yfir hlutlausa beltið og til Suður-Kóreu til fundar við Moon Jae-in. Þetta var í fyrsta sinn sem norðurkóreskur leiðtogi fór yfir beltið.
- 27. apríl - Leikjakerfið Nintendo Labo var sett á markað.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 3. maí - Spænsku skæruliðasamtökin ETA lýstu því formlega yfir að þau hygðust leysa sig upp eftir 40 ára baráttu.
- 3. maí - Eldgosið í Puna 2018: Hraun flæddi yfir stórt svæði í héraðinu Puna á Hawaii.
- 5. maí - Ómannaða könnunarfarið InSight var sent í átt til Mars.
- 8. maí - Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin hygðust draga sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran.
- 9. maí - Kosningabandalagið Pakatan Harapan vann sögulegan sigur á Barisan Nasional í þingkosningum í Malasíu.
- 12. maí - Söngkonan Netta Barzilai sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 fyrir Ísrael með laginu „Toy“.
- 14. maí - 60 Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa gegn því að Bandaríkjamenn opnuðu sendiráð í Jerúsalem.
- 18. maí - Cubana de Aviación flug 972 fórst skömmu eftir flugtak frá Havana með þeim afleiðingum að 112 létust.
- 19. maí - Harry Bretaprins gekk að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle.
- 25. maí - Almenna persónuverndarreglugerðin tók gildi á Evrópska efnahagssvæðinu.
- 26. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Mariano Rajoy sagði af sér sem forsætisráðherra Spánar eftir að þingið samþykkti vantraust gegn honum.
- 3. júní - Yfir hundrað létu lífið þegar eldfjallið Volcán de Fuego gaus í Gvatemala.
- 7. júní - Rakhmat Akilov var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi 2017.
- 8. júní - Fundur 7 helstu iðnríkja heims hófst í Kanada. Donald Trump Bandaríkjaforseti stakk þar upp á að G8 yrði endurreist með aðild Rússlands.
- 12. júní - Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr. Þetta var fyrsti formlegi fundur ríkjanna.
- 12. júní - Grikkland og Lýðveldið Makedónía komust að samkomulagi um að nafn þess síðarnefnda yrði Norður-Makedónía.
- 14. júní - Heimsmeistarakeppni landsliða í knattspyrnu karla 2018 hófst í Rússlandi.
- 16. júní - Ríkisstjórn Donald Trump í Bandaríkjunum var harðlega gagnrýnd fyrir að skilja börn frá foreldrum sínum við landamærin að Mexíkó.
- 16. júní - Ísland gerir 1-1 jafntefli við Argentínu í Moskvu. Þetta var fyrsti leikur þjóðarinnar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Alfreð Finnbogason skorar mark Íslands og Hannes Þór Halldórsson ver vítaspyrnu frá Lionel Messi.
- 19. júní - Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust draga sig út úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
- 19. júní - Lögleiðing kannabiss var samþykkt í Kanada og gekk í gildi 17. október.
- 23. júní - Björgunaraðgerðir í Tham Luang hófust.
- 24. júní - Konur fengu leyfi til að aka bíl í Sádi-Arabíu.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Andrés Manuel López Obrador var kjörinn forseti Mexíkó.
- 5. júlí - Litháen varð aðili að OECD.
- 6. júlí - Shoko Asahara og sex aðrir meðlimir japönsku hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo voru teknir af lífi.
- 6. júlí - Bandarískir tollar á kínverskar innflutningsvörur að andvirði 34 milljarða dala tóku gildi. Kínverjar ásökuðu Bandaríkjamenn um að hrinda af stað stærsta viðskiptastríði sögunnar.
- 9. júlí - Eþíópía og Erítrea sömdu um frið eftir 20 ára stríð.
- 10. júlí - 12 drengjum var bjargað úr hellinum Tham Luang Nang Non í Taílandi eftir að hafa verið þar fastir í 17 daga.
- 17. júlí - Frakkar sigruðu Króatíumenn í úrslitaleik heimsmeistaramóti landsliða í knattspyrnu karla og hrepptu heimsmeistaratitilinn í annað skipti í sögu keppninnar.
- 17. júlí - Stærsti tvíhliða viðskiptasamningur sögunnar var undirritaður milli Evrópusambandsins og Japans.
- 18. júlí - Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Helsinki.
- 25. júlí - Vísindamenn sögðu frá fundi stöðuvatns undir íshellu á suðurpól Mars.
- 26. júlí - Yfir 100 fórust í skógareldum í Grikklandi.
- 27. júlí - Lengsti tunglmyrkvi 21. aldar átti sér stað.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst - Ebólafaraldur hófst í Kivu í Austur-Kongó. Þetta varð annar banvænasti Ebókafaraldur sögunnar.
- 2. ágúst - Apple varð fyrsta almenningshlutafélag sögunnar sem náði 1 billjón dala markaðsvirði.
- 4. ágúst - Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, slapp ómeiddur frá tilræði sem gert var með drónum sem báru sprengihleðslur.
- 7. ágúst - Bandaríkin settu viðskiptaþvinganir á Íran.
- 10. ágúst - Flóðin í Kerala 2018: Miklar rigningar ollu verstu flóðum í heila öld í Kerala á Indlandi.
- 12. ágúst - Eftir 20 ára deilur um lagalega stöðu Kaspíahafs gerðu Rússland, Kasakstan, Aserbaísjan, Íran og Túrkmenistan samning um skiptingu hafsins.
- 12. ágúst - NASA sendi ómannaða geimfarið Parker Solar Probe til rannsókna á Sólinni.
- 14. ágúst - Morandi-brúin í Genúa á Ítalíu hrundi í stormi með þeim afleiðingum að 43 fórust.
- 18. ágúst - Asíuleikarnir 2018 hófust í Indónesíu.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 2. september - Eldur kom upp í Þjóðminjasafninu í Brasilíu með þeim afleiðingum að 90% af safneigninni eyðilögðust.
- 6. september - Hæstiréttur Indlands úrskurðaði að samkynhneigð væri ekki ólögleg.
- 6. september - Fyrsti leikur Þjóðadeild UEFA átti sér stað.
- 6. september - Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro var stunginn í magann á kosningafundi.
- 7. september - Vísindamenn ESA og NASA sögðu frá uppgötvun stjörnuþokunnar Bedin 1.
- 12. september - Fellibylurinn Flórens gekk á land og olli miklu tjóni í Norður- og Suður-Karólínu.
- 16. september - Þingkosningarnar í Svíþjóð 2018 fóru fram.
- 20. september - Farþegaferjunni Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni með þeim afleiðingum að 228 fórust.
- 22. september - 30 létust í árás á hergöngu í Ahvaz í Íran.
- 28. september - Yfir 4000 manns fórust þegar jarðskjálfti olli flóðbylgju sem gekk á land á Súlavesí í Indónesíu.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 2. október - Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl, Tyrklandi.
- 6. október - Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun Brett Kavanaugh við Hæstarétt Bandaríkjanna með 50 atkvæðum gegn 48, sem var minnsti munur atkvæða frá 1881.
- 8. október - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út skýrslu þar sem fram kom að breytingar á öllum sviðum mannlegs samfélags þurfi til að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°C.
- 10. október - Fellibylurinn Michael gekk á land í Flórída.
- 16. október - Kannabis var lögleitt í Kanada sem varð þar með annað landið til að gera slíkt á eftir Úrúgvæ.
- 17. október - Skotárásin í tækniskólanum í Kerts: 18 ára nemandi myrti 20 og særði 70 í árás á tækniskóla í Kerts á Krímskaga.
- 19. október - Lestarslysið í Amritsar: 59 létust þegar lest ók í gegnum mannþröng á hátíð hindúa í Púnjab á Indlandi.
- 19. október - Ómannaða könnunarfarið BepiColombo var sent í átt að Merkúr.
- 20. október - 700.000 mótmælendur í London kröfðust þess að Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslan yrði endurtekin.
- 20. október - Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkin myndu binda enda á Samning um meðaldrægar kjarnaeldflaugar frá 1987 vegna meintra brota Rússa.
- 23. október - Hong Kong–Zhuhai–Maká-brúin, lengsta brú heims yfir sjó, var opnuð í Kína.
- 27. október - Michael D. Higgins var kjörinn forseti Írlands.
- 27. október - 11 létust í skotárás á samkomuhús í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
- 28. október - Jair Bolsonaro var kjörinn forseti Brasilíu.
- 29. október - 189 fórust þegar Lion Air flug 610 hrapaði undan ströndum Jövu.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. nóvember - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Frakklandi var haldin í Nýju-Kaledóníu þar sem tillagan var felld með 56,4% atkvæða.
- 5. nóvember - Tvö bandarísk könnunarför náðu innstu og ystu mörkum sólkerfisins nánast samtímis. Voyager 2 náði sólvindsmörkum þar sem áhrif aðdráttarafls sólar verða engin og Parker Solar Probe náði mestu sólnánd á braut sinni.
- 6. nóvember - Þingkosningar voru haldnar í Bandaríkjunum. Repúblikanar juku við meirihluta sinn á öldungadeildinni en Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni.
- 8. nóvember - Skipaáreksturinn í Hjeltefjorden: Norska freigátan Helge Ingstad lenti í árekstri við maltneska tankskipið Sola TS.
- 8. nóvember - Camp-eldurinn hófst í Kaliforníu. Þetta varð einn versti skógareldur í sögu fylkisins. 88 fórust og 18.804 byggingar eyðilögðust.
- 11. nóvember - Í mörgum löndum var því fagnað að 100 ár voru liðin frá lokum Fyrri heimsstyrjaldar.
- 17. nóvember - Mótmæli svokallaðra gulvestunga (franska: gilets jaunes) hófust í Frakklandi.
- 26. nóvember - Könnunarfarið InSight lenti á yfirborði Mars.
- 27. nóvember - Úkraínudeilan: Úkraína lýsti yfir gildistöku herlaga eftir að rússneska strandgæslan hertók þrjú skip úkraínska flotann sem höfðu reynt að sigla inn í Asovshaf um Kertssund.
- 28. nóvember - Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui lýsti því yfir á ráðstefnu í Hong Kong að hann hefði breytt erfðamengi tvíbura sem fæddust fyrr í sama mánuði.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1.-8. desember - Mestu óeirðir í sögu Frakklands frá 1968 áttu sér stað vegna mótmæla gulvestunga.
- 3. desember - Geimkönnunarfarið OSIRIS-REx náði loftsteininum Bennu.
- 7. desember - Alþjóðafjarskiptasambandið lýsti því yfir að fyrir lok þessa árs hefði yfir helmingur mannkyns aðgang að Internetinu.
- 15. desember - Nærri 200 ríki heims samþykktu reglur fyrir útfærslu Parísarsamþykktarinnar á loftslagsráðstefnu í Katovice.
- 17. desember - Louisa Vesterager og Maren Ueland voru myrtar af íslömskum öfgamönnum í Marokkó.
- 22. desember - Flóðbylgja gekk yfir Sundasund í Indónesíu með þeim afleiðingum að 430 fórust.
- 22. desember - Ríkisstjórn Bandaríkjanna hætti starfsemi vegna deilna um múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
- 24. desember - Höfuðborg Búrúndí var flutt frá Bujumbura til Gitega.
- 31. desember - Hrunið í Magnitogorsk 2018: Íbúðablokk í Magnitogorsk í Tsjeljabinsk í Rússlandi hrundi vegna gassprengingar með þeim afleiðingum að 39 létust.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Margrét Guðnadóttir, íslenskur læknir og prófessor við Háskóla Íslands (f. 1929)
- 7. janúar - France Gall, frönsk söngkona (f. 1947).
- 15. janúar - Dolores O'Riordan, írsk söngkona (f. 1971).
- 20. janúar - Paul Bocuse, franskur kokkur (f. 1926).
- 21. janúar - Tsukasa Hosaka, japanskur knattspyrnumaður (f. 1937).
- 27. janúar - Ingvar Kamprad, sænskur athafnamaður (f. 1926).
- 9. febrúar - Jóhann Jóhannsson, íslenskur tónlistarmaður og tónskáld (f. 1969).
- 13. febrúar - Hinrik Danaprins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar (f. 1934).
- 24. febrúar - Bud Luckey, bandarískur leikari (f. 1934).
- 28. febrúar - Stefán Kristjánsson, íslenskur skákmaður (f. 1982).
- 3. mars - David Ogden Stiers, bandarískur leikari (f. 1942).
- 12. mars - Sverrir Hermannsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1930).
- 14. mars - Stephen Hawking, enskur eðlisfræðingur og heimsfræðingur (f. 1942).
- 17. mars - Guðjón Arnar Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 2. apríl - Winnie Mandela, suður-afrísk stjórnmálakona (f. 1936).
- 8. apríl - Chuck McCann, bandarískur leikari (f. 1934).
- 15. apríl - R. Lee Ermey, bandarískur leikari (f. 1944).
- 21. apríl - Verne Troyer, bandarískur leikari (f. 1969).
- 26. apríl - Yoshinobu Ishii, japanskur knattspyrnumaður (f. 1939).
- 26. apríl - Ketill Larsen, íslenskur leikari (f. 1934).
- 29. apríl - Luis García Meza Tejada, einræðisherra í Bólivíu (f. 1929).
- 19. maí - Robert Indiana, bandarískur myndlistarmaður (f. 1928).
- 8. júní - Anthony Bourdain, bandarískur kokkur (f. 1956).
- 19. júní - Stanley Cavell, bandarískur heimspekingur (f. 1926).
- 29. júní - Jónas Kristjánsson, íslenskur ritstjóri (f. 1940).
- 1. júlí - Božidar Dimitrov, búlgarskur stjórnmálamaður (f. 1945).
- 11. ágúst - V.S. Naipaul, indverskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1932)
- 16. ágúst - Aretha Franklin, bandarísk söngkona (f. 1942).
- 16. ágúst - Atal Bihari Vajpayee, fyrrum forsætisráðherra Indlands (f. 1924).
- 18. ágúst - Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1938).
- 21. ágúst - Stefán Karl Stefánsson, íslenskur leikari (f. 1975).
- 25. ágúst - John McCain, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1936).
- 1. september - Margit Sandemo, norskur rithöfundur (f. 1924).
- 30. september - Kim Larsen, danskur tónlistarmaður (f. 1945).
- 2. október - Jamal Khashoggi, sádi-arabískur blaðamaður (f. 1958).
- 15. október - Paul Allen, bandarískur athafnamaður (f. 1953).
- 18. október - Danny Leiner, bandarískur leikari (f. 1961).
- 18. október - Lisbeth Palme, sænskur sálfræðingur (f. 1931).
- 27. október - Vichai Srivaddhanaprabha, taílenskur athafnamaður (f. 1958).
- 12. nóvember - Stan Lee, bandarískur myndasöguhöfundur (f. 1922).
- 26. nóvember - Stephen Hillenburg, bandarískur kvikari (f. 1961).
- 30. nóvember - George H. W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna (f. 1924).
- 1. desember - Ken Berry, bandarískur leikari (f. 1933).
- 17. desember - Valgarður Egilsson, íslenskur læknir (f. 1940).
- 25. desember - Nancy Roman, bandarískur stjörnufræðingur (f. 1925).
Nóbelsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- Bókmenntir: Olga Tokarczuk (veitt 2019).
- Efnafræði: Frances H. Arnold, George P. Smith og Gregory P. Winter.
- Eðlisfræði: Arthur Ashkin, Gérard Mourou og Donna Strickland.
- Friðarverðlaun: Denis Mukwege og Nadia Murad.
- Hagfræði: William Nordhaus og Paul Romer.
- Læknisfræði: James P. Allison og Tasuku Honjo.