1887
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1887 (MDCCCLXXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Prentarafélagið, stéttarfélag prentara var stofnað.
- 2. október - Góðtemplarahús Reykjavíkur var vígt.
- Eitthvert mesta hafísár sem sögur fara af við Íslandsstrendur. Hafísinn náði suður um allt land að Vestmannaeyjum samkvæmt sumum heimildum. Þá varð sumsstaðar hungursneyð.
- Lækjarskóli í Hafnarirði var stofnaður.
- Hvammshreppur var stofnaður í Vestur-Skaftafellssýslu.
Fædd
- 1. febrúar - Guðmundur Thoroddsen, læknir.
- 16. apríl - Guðjón Samúelsson, arkítekt og húsameistari ríkisins.
- 26. apríl - Pétur Halldórsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
- 3. júní - Guðrún frá Lundi, íslenskur rithöfundur (d. 1975).
- 16. ágúst - Eggert Claessen, lögfræðingur og athafnamaður.
- 27. ágúst - Jónas Guðlaugsson, ljóðskáld.
- 26. september - Helgi Jónasson, grasafræðingur.
- 11. október - Stefán frá Hvítadal, ljóðskáld.
- 31. október - Ólafur Daníelsson, stærðfræðingur.
Dáin
- 21. febrúar - Arngrímur Gíslason málari (f. 1829).
- 1. ágúst - Hjörleifur Guttormsson prestur (f. 1807).
- 2. nóvember - Sigurður B. Sívertsen prestur (f. 1808).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Hafið var að byggja Eiffelturninn.
- 27. september - Flóð í Gulafljóti í Kína hófst. Á endanum létust 1-2 milljónir af völdum þess.
- Laos og Kambódía urðu hluti af Franska Indókína.
- Lundaveldið, ríki í Vestur-Afríku, lagðist af.
- Verkamannaflokkurinn í Noregi var stofnaður.
- Evrópsk knattspyrnulið voru stofnuð: Blackpool FC, Barnsley F.C., Glasgow Celtic, Örgryte IS, Odense Boldklub, Wycombe Wanderers og Hamburger SV
Fædd
- 14. janúar - Cayetano Saporiti, úrúgvæskur knattspyrnumarkvörður (d. 1959).
- 18. júlí - Vidkun Quisling, norskur stjórnmálamaður og samverkamaður nasista.
- 6. október - Charles-Édouard Jeanneret, síðar þekktur sem Le Corbusier, svissneskur arkitekt (d. 1965).
- 28. nóvember - Ernst Röhm, nasistaleiðtogi.
Dáin
- 20. maí - Aleksandr Úljanov, rússneskur byltingarmaður og bróðir Leníns.
- 4. júní - William A. Wheeler, bandarískur stjórnmálamaður og varaforseti Bandaríkjanna.
- 19. nóvember - Gustav Fechner, þýskur tilraunasálfræðingur.
- 2. desember - Robert Scott breskur textafræðingur.