Fara í innihald

İzmit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Osman Gazi-brúin yfir İzmit-flóa.

İzmit, áður Níkómedía, er höfuðstaður Koaceli-héraðs í Tyrklandi. Borgin stendur við İzmit-flóa við Marmarahaf um 100 km austan við Istanbúl á norðvesturströnd Anatólíu. Íbúar eru um 300 þúsund. Borgin á sér langa sögu sem hafnarborg.

Níkómedía var austasta höfuðborg Rómaveldis á tíma fjórveldisstjórnarinnar sem Díókletíanus keisari kom á. Eftir sigur Konstantínusar mikla á Liciniusi í orrustunni um Krýsópólis árið 324 var Níkómedía um tíma höfuðborg Nýju Rómar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.