Þór Whitehead
Þór Whitehead (fæddur 19. ágúst 1943) er íslenskur sagnfræðingur og fyrrverandi prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Þór hefur skrifað um sögu Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir bókina Milli vonar og ótta.
Foreldrar Þórs voru S.W.M. Whitehead sem var breskur hermaður, ofursti og síðar framkvæmdastjóri og Kristín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.[1]
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Þór lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1967 og BA-námi í ensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1970, MA-prófi í sagnfræði frá University of Georgia í Athens í Bandaríkjunum og doktorsprófi í sagnfræði frá Oxford-háskóla árið 1978.[1]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Þór var blaðamaður á Morgunblaðinu á sumrin 1967-1969, rannsóknarlektor við Háskóla Íslands frá 1978-1981 og var skipaður prófessor í sagnfræði árið 1981. Hann var forstöðumaður Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands árið 1983-1985, forseti heimspekideildar HÍ 1989-1991 og ritari Háskólaráðs 1990-1991.[1] Þór var félagi í Militärgeschichtliches Forschungsamt der Bundeswehr í Freiburg í Þýskalandi 1996–1997.
Þór var í stjórn Heimdallar frá 1962-1963, í stjórn Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta frá 1968-1969 og var í stjórn Sagnfræðingafélagsins 1983-1984.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]- Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921-1934. (1979)
- Ísland í síðari heimsstyrjöld. Bindi I-IV, (1980–1999)
- Ófriður í aðsigi (1980)
- Stríð fyrir ströndum (1985)
- Íslandsævintýri Himmlers 1935-1937. (1988)
- Hernám og stríðsár á Íslandi 1940-1945. (1990)
- Milli vonar og ótta (1995)
- The Ally who came in from the cold: A survey of Icelandic Foreign Policy 1946-1956. (1998)
- Bretarnir koma (1999)
- Ísland í hers höndum. (2002)
- Iceland and the struggle for the Atlantic: 1939-1945. (2007)
- Sovét-Ísland, óskalandið : aðdragandi byltingar sem aldrei varð, 1921-1946. (2010)