Álftanes
Álftanes er nes á Suðvesturlandi.
Nesið liggur til norðvesturs á milli Hafnarfjarðar að sunnan og Skerjafjarðar að norðan. Nesið er láglent og á því allnokkurt hraun, Gálgahraun. Á nesinu er vaxandi byggð. Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Í Gálgahrauni mun hafa verið aftökustaður sakamanna fyrrum. Yst á Álftanesi er Skansinn, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína.
Nesið skiptist áður á milli tveggja sveitarfélaga, utanvert var sveitarfélagið Álftanes (áður Bessastaðahreppur) en innri hlutinn tilheyrði Garðabæ. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs þann 20. október 2012, fór fram íbúakosning í Garðabæ og sveitarfélaginu Álftanesi og var sameining þeirra í eitt sveitarfélag samþykkt. Hið nýja sveitarfélag heitir Garðabær en um það hafði verið samið fyrir kosningarnar.[1][2]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]Hliðsnes
[breyta | breyta frumkóða]-
Lending við Hlið
Sérstakir staðir
[breyta | breyta frumkóða]-
Varðturninn við Jörfa
-
Leiðarmerki á Eyrinni
-
Álfhóll
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sameining samþykkt í Garðabæ og á Álftanesi“. ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2013. Sótt 21. október 2012.
- ↑ „Í eina sæng eftir næstu áramót“. visir.is. Sótt 22. október 2012.