Fara í innihald

Álftanes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Álftanes er nes á Suðvesturlandi.

Nesið liggur til norðvesturs á milli Hafnarfjarðar að sunnan og Skerjafjarðar að norðan. Nesið er láglent og á því allnokkurt hraun, Gálgahraun. Á nesinu er vaxandi byggð. Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur. Í Gálgahrauni mun hafa verið aftökustaður sakamanna fyrrum. Yst á Álftanesi er Skansinn, en þar var byggt vígi til varnar konungsgarðinum á Bessastöðum ef sjóræningjar skyldu leggja þangað leið sína.

Nesið skiptist áður á milli tveggja sveitarfélaga, utanvert var sveitarfélagið Álftanes (áður Bessastaðahreppur) en innri hlutinn tilheyrði Garðabæ. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs þann 20. október 2012, fór fram íbúakosning í Garðabæ og sveitarfélaginu Álftanesi og var sameining þeirra í eitt sveitarfélag samþykkt. Hið nýja sveitarfélag heitir Garðabær en um það hafði verið samið fyrir kosningarnar.[1][2]

Sérstakir staðir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sameining samþykkt í Garðabæ og á Álftanesi“. ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2013. Sótt 21. október 2012.
  2. „Í eina sæng eftir næstu áramót“. visir.is. Sótt 22. október 2012.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.