Fara í innihald

Síld

Úr Wikibókunum
Síld

Síld =

[breyta]

Síldin er blágræn á bakinu og vínrauð og fjólublá á slikjunni. Fyrir þessa wikibók verður fjallað um fiskitegundina síld. Umfjöllun þessi er ætluð sem námsefni í náttúrufræði fyrir börn á miðstigi í grunnskóla. Markmið þess er að nemendur læri um helstu tegundir síldar, útlit hennar og lífshætti og fleira.

Útlit

[breyta]

Síldin er blágræn á bakinu og vínrauð og fjólublá á slikjunni. Á hliðinni og kviðnum er hún silfruð með fjólublárri slikju. Hún hefur dökkgrátt trýni. Uggar hennar eru gráleitnir og tennurnar litlar. Höfuð síldarinnar er meðalstórt en munnurinn lítill sem getur þó þanist út. Síldin getur orðið 40 cm löng og 20-25 ára gömul. Síldin hefur tálknboganet sem er mjög þétt og hlutverk þess er að sía svif úr sjónum. Hún hefur einn bakugga á miðju bakinu.

Síld
Síldin heldur sig norðarlega á heimsbaugi

Lífshættir

[breyta]

Síldin er miðsævisfiskur og fer allt niður á 250 m dýpi. Hún er algengust í Norður-Atlantshafi á mótum heitra og kaldra sjóheilda og ferðast oft í geysistórum torfum sem í geta verið mörg þúsund tonn. Á nóttunni leitar síldin upp í sjó en á daginn stendur hún yfirleitt djúps. Til eru margar stofnir af síld sem geta verið ólíkir hvað varðar stærð, vöxt, hrygningartíma og göngur. Aðalfæða síldarinnar eru ýmis smá krabbadýr sem geta fundist í geysilegu magni einkum í kalda sjónum eða þar sem kaldur og heitur sjór mætast.

Tegundir

[breyta]

Við Ísland eru þrír síldarstofnar. Tveir þeirra eru íslenskrar ættar en þriðji stofninn er af norskum uppruna. Hinir íslensku eru vorgotssíldin og sumargotssíldin. Vorgotssíldin hrygnir aðallega í mars á svæðinu frá Hornafirði að Reykjanesi. Hrygning sumargotssíldarinnar fer einkum fram í júní á svæðinu frá Hornafirði að Snæfellsnesi og jafnvel allt norður í Húnaflóa. Egg síldarinnar eru botnlæg. Þau geta verið um 20-25 þúsund að tölu og eru 1.2-1.5 mm að stærð. Á tveimur vikum klekjast eggin við 9 gráður celsíus en þau er ljóssækin og leita því upp á yfirborð sjávar.

Veiði

[breyta]

Allt fram til ársins 1955 var veiðin á íslenskum síldarstofnunum sáralítil. Síðar átti hún eftir að aukast, sérstaklega veiði vorgotssíldar, sem komst upp í 230 þúsund tonn. Eftir það hrakaði mjög veiði vegna of mikillar veiði og lélegum árgöngum. Árið 1968 voru sett ákvæði til verndar stofnunum. Heildarveiði voru takmörkuð og lágmarksstærð síldar sem mátti veiða. Árið 1960 var heildarsíldarveiði íslendinga 135 þúsund tonn og var komin upp í 810 þúsund tonn árið 1965.

Síldin ferðast um í stórum torfum sem geta vegið mörg þúsund tonn


Spurningar

[breyta]
  1. Hvernig er ugginn á síldinni á litinn? Teiknaðu mynd af síld
  2. Hvar vill síldin helst vera á nóttunni?
  3. Hver er aðalfæða síldarinnar?
  4. Hvar eru margar síldarstofnar við Ísland?



Krossapróf

[breyta]

1 Hvað getur síldin orðið löng?

20 cm
25 cm
30 cm
40 cm

2 Hver voru heildarsíldarveiði íslendinga árið 1965?

800 þúsund tonn
810 þúsund tonn
130 þúsund tonn
135 þúsund tonn

3 Hvað getur síldin orðið gömul?

20-25 ára
15-20 ára
10-15 ára
5-10 ára


Önnur verkefni

[breyta]
  • Siglufjörður á mikla sögu í síldarframleiðslu en hún var á síldarárunum ein mikilvægasta höfn landsins. Finndu bók á bókasafninu og skrifaðu 10 setningar sem fjallar um þessi ár á Siglufirði.
  • Vettvangsferð á sjóminjasafnið í Reykjavík.
  • Síldarsmökkun.
  • Vettvangsferð í Matís þar sem starfsemi er könnuð.

Heimildir

[breyta]

Bent J. Muus. (1964). Fiskar og fiskveiðar við Ísland og í Norðaustur-Atlantshafi (Jón Jónsson þýddi). Reykjavík: Almenna bókafélagið

Matís. (2014, 9. júlí). Fiskbókin: Uppsjávarfiskar. Sótt af https://fiskbokin.is/uppsjavarfiskar/sild/

Tengt efni

[breyta]

https://is.wikibooks.org/wiki/Veiðarfæri?fbclid=IwAR0DkikwKSKfgRcPndsx21N4OjvZWf9jXBIaU8kkUghmdoOEXZJr7PnaEpc