Hnefatafl/Spilaborðið
Hnefatafl er spilað á rétthirtu reitaborði sem alltaf er reitað oddatölu, það er 7x7 reitir og allt upp í jafnvel 19x19 reiti. Þar takast á tvær andstæðar herfylkingar og hefur önnur helmingi fleiri leikmenn en hinn. Sú fylking sem færri leikmenn hefur er hins vegar með kónginn, sem einnig hefur verið kallaður hnefi, samanber heitið hnefatafl.
Konungurinn situr á miðreit borðsins og er markmið kóngsfylkingar er að láta kónginn komast frá honum, annaðhvort að útjaðri borðsins eða á einhvern fjögurra hornreitanna, allt eftir því kvaða spilareglum spilað er eftir. Mismunandi reglur er hvaða reitir spilaborðs eru skilgreindir kóngsreitir og hvort óvinir konungs mega lenda á þeim reitum.
Leikmenn voru oftast kringlóttar plötur úr gleri, steini eða öðrum efnum og nefndust þær töflur eða taflir og skiptust þær í tvo liti til að aðgreina liðin, oftast ljósar og dökkar.
Spilaborð og leikmenn sem fundist hafa
[breyta]Spilaborð
[breyta]Einungis hafa fundist fá spilaborð, eða brot úr borðum, en þau spilaborð sem spilað er á í dag eru á þeim eru byggð. Þau helstu eru eru í tímaröð, elstu fyrst:
- Wimose á Dönsku eyjunni Funen, brot úr borði sem líklega var 19x19 reitir og er sennilega frá einhvertímann á þjóðflutningatímanum eftir 400
- Gaukstöðum, Noregi, 13x13 reita borð frá seinni helmingi níundu aldar
- Ballinderry á Írlandi, 7x7 reita borð frá seinni helmingi níundu aldar
- Toftanesi í Færeyjum, 13x13 reita borð frá tíundu öld
- Coppergate í York á Englandi, brot af borði sem gæti hafa verið 15x15 eða 19x19 reitir frá tíundu öld
- Þrándheimi í Noregi, 11x11 reita borð frá fyrri helmingi tólftu aldar
Til viðbótar þessum borðum eru til teikningar af borðum, eða einhverju sem líkist spilaborðum í handritum, bókum, steinristum og skreytingum. Sem dæmi:
- Í handritinu Corpus Christi College ms. 122 (folio 5 verso) sem geymt er í Oxford, Englandi, er mynd af borði og uppröðun manna sem sýnir 19x19 reita borð.
- Borð hafa líka týnst en til eru teikningar af einhverjum þeirra. Í „A gaming-board of Ballinderry-type from Knockanboy, Derrykeighan“ er teikning af borði frá Derrykeigha sem er samskonar því sem varðveist hefur frá Ballinderry en er þó minna skreytt.
- Steinrista frá Svíþjóð sem talið er að sýni menn að hnefatafli (sjá mynd hér til hliðar).
Leikmenn
[breyta]Fleiri spilamenn hafa fundist en það flækir myndina að ekki er alltaf hægt að vera viss um hvort þeir eru kotru spilamenn eða hnefataflmenn.
Einungis tveir fundir gætu verið heil sett af mönnum. Í Oldenburg í Þýskalandi fundust 37 menn í allt, 24 úr rostungstönn og 14 úr hvalbeini ásamt kóngi úr bronsi. Þó ættu að vera 12 menn á móti 24 svo þarna er tveim mönnum ofaukið í konungsliðinu.
Hinsvegar er það settið sem fanst í kumli að Baldursheimi í Mývatnssveit og geymt er á Þjóðminjasafni Íslands en það eru 24 leikmenn ásamt kóngi og teningi. Þó er ekki víst að það sé raunverulega heilt sett, því samkvæmt frásögn voru jafn margir menn í hvoru liði fyrir sig, það er í sitt hvorum litnum þegar það fannst, því er mögulegt að í það vanti helming mennana í annað liðið eða að þeir hafi verið notaðir í einhverju öðru spili þar sem liðin voru jöfn.
Eins er með þau líkneski sem fundist hafa, það er ekki alltaf ljóst hvort þau voru kóngar úr hnefatafli, líkneski til annara nota eða taflmenn úr skák.
Helstu fundir taflmanna eða líkneskja sem talið er að gætu verið hnefataflmenn:
- Gunnarshaug, Noregi (frá um 800) — 16 úr gleri, 11 bláir, einn blár/gulur og 4 gulir.
- Woodperry, Oxfordshire, Englandi — einn maður skorinn út í bein
- Vendal Parish, Svíþjóð (tíundu öld) Þrír menn úr beini
- Mote Hill, Warrington Englandi — Tvær töflur úr svartaraf (jet)
- Baldursheimi, Íslandi (tíunda öld) — Hnefi skorinn í mannsmynd úr hvalbeini og 24. töflur renndar úr tönn ásamt teningi úr stórgripslegg Mynd af taflmönnunum.
- Roholte, Danmörk (tíunda eða ellefta öld) — Kóngur úr raf (Amber), mynd af kónginum
- Sandnaes, Grænlandi (ellefta öld) — tvær töflur úr vígtannabeini (ivory)
- Ile de Groix, Frakklandi (tíunda öld) — 12 töflur úr horni og tönnum
- Þrándheimi, Noregi (tólftu öld) — ein tafla úr vígtannabeini (ivory), fannst ásamt 11x11 reita spilaborðinu sem getið er hér að ofan
- Dublin, Írlandi (ellefta öld) — tvær töflur úr vígtannabeini (ivory)
- Lundi, Svíþjóð (ellefta öld) — Kóngur í mannsmynd, skorinn út í vígtannabein (ivory)
- Birka, Svíþjóð (níunda öld) — 27 menn úr beini, 1 kóngur, 6 litlar, 20 stórar töflur
- Birka, Svíþjóð — 8 gler töflur
- Hedeby, Þýskalandi — Tvær töflur úr beini
- Schleswig-Holstein, Þýskalandi — Tvær töflur úr raf (Amber)
- Bawdsey, Englandi (tíunda öld) — Ein tafla úr úr svartaraf (jet)
- Eyrarland, Íslandi (ellefta öld) — Einn kóngur úr bronsi, oftast kallaður Þórslíkneski, sjá mynd
- Valsgarde, Svíþjóð — 23. töflur úr gleri, 8 svartar og 15 bláar