Sting
Sting | |
---|---|
Fæddur | Gordon Matthew Thomas Sumner 2. október 1951 |
Störf |
|
Ár virkur | 1974–í dag |
Maki |
|
Börn | 6 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi | |
Áður meðlimur í | The Police |
Vefsíða | sting |
Undirskrift | |
Gordon Matthew Thomas Sumner, CBE (f. 2. október 1951), betur þekktur sem Sting, er enskur tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, aðgerðasinni og leikari. Áður en hann byrjaði að syngja einn var hann aðallagasmiður, aðalsöngvari og bassaleikari í hljómsveitinni The Police.
Tónlistarstíll Sting hefur verið breytilegur í gegnum feril hans og áhrif hafa verið m.a. frá djassi, reggí og klassískri tónlist. Sem sólótónlistarmaður og sem meðlimur í The Police hefur hann unnið sextán Grammy-verðlaun, þar á meðal ein fyrir bestu rokk hljómleikana árið 1981. Auk þeirra hefur hann verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd. Hann er meðlimur í bæði Rock and Roll Hall of Fame og Songwriters Hall of Fame.
Uppeldisár
[breyta | breyta frumkóða]Sting fæddist í Wallsend, nálægt Newcastle-upon-Tyne í Norðaustur-Englandi.[4] Hann var sá elsti fjögurra barna og foreldrar hans var Audrey og Ernest Matthew Sumner. Móðir hans var hárgreiðslumaður og faðir hans var mjólkurpóstur og verkfræðingur.[5] Systkin hans heita Philip, Angela og Anita. Sem barn hjálpaði Gordon föður sínum oft með því að bera út mjólk og er talið er að „besti vinur“ hans var gamall spænskur gítar með fimm ryðgöðum strengum sem skilið var eftir af föðurbróður hans.[6]
Hann fór í St. Cuthbert's High School í Newcastle-upon-Tyne. Oft tókst honum að komast inn í næturklúbbi eins og Club-A-Go-Go og þar horfði hann á flytjendur eins og Cream og Jimi Hendrix. Síðar höfðu þessir flytjendur áhrif á tónlist hans. Eftir að hann vann sem vagnstjóri, byggingaverkamaður og skattmaður fór hann í Northern Counties College of Education (nú heitir Háskólinn í Norðymbralandi) frá 1971 til 1974.[7] Þar fékk hann kennsluréttindi og þá vann hann sem kennari í St. Paul's Middle School í Cramlington í tvö ár.
Í fyrstu spilaði hann tónlist hvar sem hann gat; í djasshópum um kvöldin, um helgar og í skólafríi. Hann spilaði í staðbundnum djasstónleikum eins og Phoenix Jazzmen, Newcastle Big Band og Last Exit. Sting fékk gælunafnið sitt á eftir hann spilaði í gullri og svartri peysu á sviði með Phoenix Jazzmen. Aðalmaður hljómsveitarinnar Gordon Solomon hélt að í peysunni liti hann út sem vespa og fór að kalla hann „Sting“. Á blaðamannafundi í kvikmyndinni Bring on the Night sagði hann í grini: „Börnin mín kalla mig Sting, móðir mín kallar mig Sting, hver er þessi Gordon?“[8]
Tónlistarferill
[breyta | breyta frumkóða]The Police
[breyta | breyta frumkóða]Sting flutti frá Sunderland til Lundúna í janúar 1977. Strax eftir það stofnaði hann hljómsveitina The Police með Stewart Copeland og Henry Padovani (stuttu eftir það skildi Henry við hljómsveitina og þá varð Andy Summers meðlimur). Árin 1978–1983 gáfu þeir út fimm vinsælar hljómplötur og fengu sex Grammy-verðlaun. Þó að í fyrstu hefði pönk áhrif á tónlistarstíl sveitarinnar byrjaði The Police að spila tónlist með áhrifum frá reggí og popp. Síðasta platan þeirra, Synchronicity, var gefin út árið 1983 og á henni var vinsælasta lag hljómsveitarinnar, „Every Breath You Take“. Samkvæmt Sting í heimildamyndinni Last Play at Shea ákvað hann að skilja við hljómsveitina á tónleikum 18. ágúst 1983 á Shea Stadium af því honum fannst að spila þar eins og „að fara upp á Everestfjall“.[9] Þó að hljómsveitin hafi ekki leyst upp opinberlega eftir útgáfu Synchronicity komu þeir sér saman að einbeita sér að eigin verkefnum sínum. Meðan árin liðu vísaði hann á bug að hljómsveitin ætlaði að koma aftur saman. Samt sem áður kom hljómsveitin aftur saman árið 2007 og fór í heimstónleikaferð.
Sem sólótónlistarmaður
[breyta | breyta frumkóða]Sting spilaði einn í fyrstu sinn september 1981 á tónleikum fyrir Amnesty International sem hétu The Secret Policeman's Other Ball þegar honum var boðið þangað af framleiðandanum Martin Lewis. Þar söng hann sólóútgafúr laganna „Roxanne“ og „Message in a Bottle“. Hann var líka aðalmaður í hljómsveit sem hét The Secret Police sem söng „I Shall Be Released“ eftir Bob Dylan. Meðal þeirra í hljómsveitinni var Eric Clapton, Jeff Beck, Phil Collins, Bob Geldof og Midge Ure. Allir þeirra nema Beck sungu síðar saman á Live Aid. Flutningur hans Stings var áberandi á hljómplötu og í kvikmynd tónleikanna og þetta beindi athygli að verkinu hans. Þátttaka hans í The Secret Policeman's Other Ball var byrjun tengsla hans við stjórnmála- og samfélagshreyfingar. Árið 1982 gaf hann út sólósmáskífuna „Spread a Little Happiness“ sem var notuð í kvikmyndinni Brimstone and Treacle. Smáskífan var byggð á lagi úr söngleiknum Mr. Cinders eftir Vivian Ellis.
Níundi áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sólóhljómplata Stings, The Dream of the Blue Turtles, var gefin út árið 1985. Nokkrir djasstónlistarmenn unnu með honum á þessari plötu: Kenny Kirkland, Darryl Jones, Omar Hakim og Branford Marsalis. Plötunni fylgdi vinsæla smáskífan „If You Love Somebody Set Them Free“ og með henni var vinsælt lag „Another Day“. Smellirnir „Fortress Around Your Heart“ og „Love Is the Seventh Wave“ voru einnig á þessari plötu. Auk þeirra var lagið „Russians“ sem var byggt á lagi frá Liðsforinga Kijé eftir Sergei Prokofiev. Hljómplatan seldist mjög vel og varð innan árs platínuplata. Vegna þess var Sting tilkynndur til Grammy-verðlauna fyrir hljómplötu ársins. Í kvikmyndinni Bring on the Night sem var leikstýrt af Michael Apted er sagt frá stofnun djasshljómsveitarinnar og fyrstu tónleikum þeirra í Frakklandi.
Sama ár söng hann inngang og viðlag í „Money for Nothing“, lag eftir Dire Straits. Hann söng lagið saman með Dire Straits á Live Aid á Wembley Stadium. Einnig söng hann lítið á hljómplötunni You're Under Arrest eftir Miles Davis. Hann var bakkrödd í laginu „The Promise“ eftir Arcadia á einustu hljómplötu þeirra So Red the Rose, og líka í lögunum „Take Me Home“ og „Long Long Way to Go“ eftir Phil Collins á hljómplötunni No Jacket Required. Hann vann líka að útgáfu lagsins „Mack the Knife“ á virðingarplötunni Lost in the Stars: The Music of Kurt Weill sem framkvæmd var af Hal Willner. Árið 1984 söng hann í laginu „Do They Know It's Christmas?“ með Band Aid fyrir lausn á fátækt í Afríku.
Sting gaf út ...Nothing Like the Sun árið 1987 sem innihélt smellina „We'll Be Together“, „Fragile“, „Englishman in New York“ og „Be Still My Beating Heart“ sem var tileinkað móður hans, er var nýdáin. Hún varð 2× platínuplata. Lagið „The Secret Marriage“ á þessari plötu var byggt á melódíu eftir þýska tónskáldið Hanns Eisler, og „Englishman in New York“ fjallar um sérvitra skifarann Quentin Crisp. Heiti hljómplötunnar er tekið frá Sonnettu 130 eftir William Shakespeare.
Sting gaf út Nada como el sol, samsetning fimm laga frá ...Nothing Like the Sun, sem Sting syngur á spænsku og portúgölsku, í febrúar 1988. Hann vann líka að tveimur öðrum upptökum á níunda áratugnum, sú fyrsta var með djasstónlistamanninum Gil Evans árið 1987, þar sem tekið var upp hljómplötu af öllum lögum Stings með stórri djasshljómsveit. Önnur upptakan var með Frank Zappa á hljómplötunni hans Broadway the Hard Way árið 1988, þar sem Sting syngur „Murder By Numbers“ við melódíu „Stolen Moments“ eftir Oliver Nelson. Lagið var „tileinkað“ bókstafstrúarpredikaranum Jimmy Swaggart. Flutningur af verkinu Sögu hermannsins eftir Ígor Stravinskíj var tekinn upp október 1988 með Kent Nagano sem hljómsveitarstjórnandi. Það var með Vanessa Redgrave, Ian McKellen og Sting í hlutverki hermannsins.
Tíundi áratugurinn
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1991 gaf Sting út hljómplötuna The Soul Cages sem var tileinkuð föður sínum. Á hljómplötunni var smellurinn „All This Time“ sem náði fimmta sæti í popptopplista Bandaríkjanna, og „The Soul Cages“ sem vann Grammy-verðlaun. Með tíð og tíma varð hún platínuplata. Árið eftir giftist hann henni Trudie Styler og honum var veitt heiðursnafnbót í tónlist frá Háskólanum í Norðymbralandi. Árið 1991 söng Sting á hljómplötunni „Two Rooms: Celebrating the Songs of Elton John & Bernie Taupin“ sem var tileinkuð þeim Elton John söngvara og Bernie Taupin lagahöfundi. Fyrir þessa hljómplötu söng hann „Come Down in Time“ og á henni voru nokkur önnur lög eftir John og Taupin sem aðrir flytjendur sungu. Hún var gefin út 22. október 1991 af Polydor. Sama ár var tekið upp upptöku af Pétri og úlfinum eftir Prokofiev sem Sting sagði frá. Claudio Abbado og Evrópska kammerhljómsveitin spiliðu hana. Árið 1993 gaf hann út Ten Summoner's Tales sem varð 3× platínuplata innan árs. Sama ár var hljómplatan tilnefnd til Mercury-verðlaun og aftur til Grammy-verðlauna fyrir hljómplötu ársins 1994. Titill hljómplötunnuar er orðaleikur um eftirnafn hans „Sumner“ og The Summoner's Tale, ein Kantaraborgarsaganna. Smáskífan „Fields of Gold“ náði vinsældum útvarpi.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- The Dream of the Blue Turtles (1985)
- ...Nothing Like the Sun (1987)
- The Soul Cages (1991)
- Ten Summoner's Tales (1993)
- Mercury Falling (1996)
- Brand New Day (1999)
- Sacred Love (2003)
- Songs from the Labyrinth (2006)
- If on a Winter's Night... (2009)
- Symphonicities (2010)
- The Last Ship (2013)
- 57th & 9th (2016)
- 44/876 (2018) (með Shaggy)
- My Songs (2019)
- The Bridge (2021)[10][11]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Readers Poll: Ten Best Post-Band Solo Artists – 7. Sting“. Rolling Stone. 2. maí 2012.
- ↑ Seely, Mike (1. september 2004). „The Ten Most Hated Men in Rock“. The Riverfront Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2015. Sótt 29. október 2023.
- ↑ Collins, Robert (21. febrúar 2014). „Review: Sting and Paul Simon serenade Vancouver“. CTV Vancouver News.
- ↑ „Sting“. The Biography Channel. Sótt 12. maí 2008.
- ↑ „Sting Biography (1951-)“. Sótt 21. janúar 2010.
- ↑ Viðtal í sjónvarpsþætti frá BBC, Sting's Winter Songbook, sendi út 29. desember 2009
- ↑ „Famous Alumni“. Háskólinn í Norðymbralandi. Sótt 12. maí 2008.
- ↑ „"What's in a NickName?" BBC News Magazine“. Sótt 21. janúar 2010.
- ↑ „Last Play at Shea' documentary tells stadium's story Newsday 21 April 2010“. Newsday.com. Sótt 23. nóvember 2010.
- ↑ „Sting has 'no truck' with his rock peers who oppose vaccines: 'I'm old enough to remember polio'“. Los Angeles Times. 25. ágúst 2021.
- ↑ „Sting Readying Album of New Songs, Called "The Bridge," for November Release with Single, "If It's Love"“. 25. ágúst 2021.