Johnny Depp
John Christopher Depp II, þekktastur sem Johnny Depp, (fæddur 9. júní 1963) er bandarískur leikari.
Depp fæddist í Owensboro, Kentucky en var alinn upp í Flórída. Hann hætti í skóla í von um að ná frama sem rokkstjarna þegar hann var fimmtán ára. Hann var í mörgum bílskúrsböndum þar á meðal The Kids.
Hann byrjaði fyrst að leika eftir heimsókn til L.A með þáverandi konu sinni, Lorian Alison sem kynnti hann fyrir leikaranum Nicolas Cage. Frumraun hans í kvikmyndageiranum var A Nightmare on Elm Street árið 1984. Hann skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók við af „Jeff Yagher“ í hlutverkinu sem leynilögreglan Tommy Hanson í vinsælu sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street.
Þegar hann hitti Tim Burton var hann búinn að leika í nokkrum unglingamyndum en fyrsta myndin sem hann lék í þar sem Tim Burton var leiksstjóri var Edward Scissorhands. Í kjölfar velgengni kvikmyndarinnar fór hann að velja hlutverk sem koma gagnrýnendum og áhorfendum á óvart. Hann hélt áfram að fá góða gagnrýni og auka vinsældir með því að taka aftur þátt í kvikmynd með Tim Burton sem aðalhlutverkið í myndinni Ed Wood það var árið 1994. árið 1997 lék hann leynilögreglumann hjá FBI í myndinni Donnie Brasco sem var byggð á raunverulegum atburðum, hann lék á móti Al Pacino. Árið 1998 lék hann í Fear and Loathing in Las Vegas. Árið 1999 lék hann í vísindaskáldsögu- og hryllingsmyndinni The Astronaut's Wife. Sama ár þá lék hann aftur í mynd sem Tim Burton leiksstýrði myndin hét Sleepy Hollow. Depp hefur leikið margar persónur á ferlinum, þar á meðal sjóræningjann Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean myndunum.
Hann hefur verið tilnefndur til 92 verðlauna en unnið 37 af þeim. Þar á meðal hefur hann verið tilnefndur til Óskarsverðlauna þrisvar sinnum.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Depp á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Vanessu Paradis.
Árið 2022 komst í hámæli dómsmál Depps gegn Amber Heard, leikkonu sem hann var giftur um tveggja ára skeið. Heard sakaði Depp um heimilisofbeldi og fór hann í meiðyrðamál við hana vegna ummæla sem hún lét falla um hann. Depp vann málið.[1]
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd | Hlutverk |
---|---|---|
1984 | A Nightmare on Elm Street | Glen Lantz |
1985 | Private Resort | Jack Marshall |
1986 | Platoon | Specialist Gator Lerner |
1990 | Cry-Baby | Wade "Cry-Baby" Walker |
1990 | Edward Scissorhands | Edward Scissorhands |
1991 | Freddy's Dead: The Final Nightmare | Teen on TV |
1993 | What's Eating Gilbert Grape | Gilbert Grape |
1993 | Benny & Joon | Sam |
1993 | Arizona Dream | Axel Blackmar |
1994 | Ed Wood | Edward D. Wood, Jr. |
1995 | Nick of Time | Gene Watson |
1995 | Dead Man | William Blake |
1995 | Don Juan DeMarco | Don Juan/John R. DeMarco |
1996 | Cannes Man | Himself |
1997 | Donnie Brasco | Donnie Brasco/Joseph D. Pistone |
1997 | The Brave | Raphael |
1998 | Fear and Loathing in Las Vegas | Raoul Duke |
1998 | L.A. Without a Map | Sjálfur/William Blake |
1999 | Sleepy Hollow | Ichabod Crane |
1999 | The Astronaut's Wife | Spencer Armacost |
1999 | Níunda hliðið | Dean Corso |
2000 | Chocolat | Roux |
2000 | Before Night Falls | Lt. Victor, Bon Bon |
2001 | From Hell | Frederick Abberline |
2001 | The Man Who Cried | Cesar |
2001 | Blow | George Jung |
2003 | Once Upon a Time in Mexico | Sheldon Sands |
2003 | Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun svörtu perlunnar | Jack Sparrow |
2004 | Happily Ever After | L'inconnu |
2004 | Finding Neverland | J. M. Barrie |
2004 | Secret Window | Mort Rainey |
2005 | The Libertine | John Wilmot, 2nd Earl of Rochester |
2005 | Charlie and the Chocolate Factory | Willy Wonka |
2005 | Líkbrúðurin | Victor Van Dort |
2006 | Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest | Jack Sparrow |
2007 | Sjóræningjar á Karíbahafi: Á hjara veraldar | Jack Sparrow |
2007 | Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street | Sweeney Todd/Benjamin Barker |
2009 | Public Enemies | John Dillinger |
2009 | The Imaginarium of Doctor Parnassus | Tony |
2010 | Lísa í Undralandi | Mad Hatter |
2010 | The Tourist | Frank Tupelo/Alexander Pearce |
2011 | The Rum Diary | Paul Kemp |
2011 | Rango | Rango |
2011 | Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides | Jack Sparrow |
2011 | Jack & Jill | Johnny |
2012 | 21 Jump Street | Tom Hanson |
2012 | Dark Shadows | Barnabas Collins |
2013 | The Lone Ranger | Tonto |
2014 | Transcendence | Will |
2014 | London Fields | Cameo |
2014 | Into the Woods | Wolf |
2015 | Mortdecai | Charles Mortdecai |
2015 | Black Mass | Whitey Bulger |
2015 | Yoga Hosers | Guy LaPointe |
2016 | Alice in Wonderland: Through the Looking Glass | Mad Hatter |
2016 | Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales | Jack Sparrow |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Depp vinnur meiðyrðamálið gegn Amber HeardRúv, sótt 2/6 2022